Dagur stærðfræðinnar

15.3.2023

Dagur stærðfræðinnar var haldin hátíðlegur í gær 14. mars. Að þessu sinni ákváðum við að þema dagsins væri tengt umhverfismálum. Tólf mismunandi stöðvar voru settar upp víðsvegar um skólann. Á stöðvunum voru fróðleiksmolar og spurningar um t.d. endurvinnslu, kolefnisspor, rafhleðslubíla, matarsóun og fleira. Nemendur á öllum stigum tóku þátt og spreyttu sig ásamt kennurum. Skemmtilegur dagur og þrátt fyrir að allir dagar hér í Öldutúnsskóla séu stærðfræðidagar þá er þetta uppbrot ómissandi í skólastarfinu okkar.     


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is