Bleikur dagur 13.10.2021

12.10.2021

Bleiki dagurinn verður haldinn í Öldutúnsskóla miðvikudaginn 13. október. Hinn opinberi bleiki dagur er 15.10. en þá verður Öldutúnsskóli í vetrarfríi.

Nemendur, starfsmenn og foreldrar eru hvattir til að klæðast einhverju bleiku eða vera með eitthvað bleikt þennan dag. Við klæðumst bleiku þennan dag svo að allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um bleikadaginn.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is