Ævintýrapersónur, furðuverur og aðrar fígúrur
Í dag er öskudagur og af því tilefni mættu fjölmargir nemendur og starfsmenn í búning í skólann. Ofurhetjur, Disney persónur, ævintýrapersónur, furðuverur og aðrar fígúrur fylltu ganga og stofur Öldutúnsskóla. Skólahald var að einhverju leyti brotið upp með söng, leikjum og dansi.