7. bekkur á Reykjum í Hrútafirði

15.12.2022

Krakkarnir í 7. bekk fóru á Reyki vikuna 5.-9. desember. Það var mikið fjör og spennan var í hámarki.
Það var tekið vel á móti okkur þann 5.desember og fengu nemendur að skreyta herbergin sín.
Skólinn sem kom með okkur var Glerárskóli frá Akureyri og kynntumst við skemmtilegum nemendum þaðan.
Á Reykjum var full dagskrá af skemmtilegu hópastarfi. Það var farið í fjöruferðir, byggðasafn, ýmsir leikir prófaðir, sumir fóru í náttúrulaugina en mesta fjörið var þó í Bjarnaborg og íþróttahúsinu.
Það var tískusýning og ball sem vakti mikla lukku hjá öllum. Þrír nemendur frá Öldutúnsskóla unnu tískusýninguna og einn nemandinn vann stinger/bolla keppnina.
Alls konar matur var í boði og það furðulegasta sem flestir fengu var hákarlabiti.
Lagt var af stað heim þann 9.desember eftir lærdómsríka og góða ferð.
Nemendur stóðu sig frábærlega og voru til fyrirmyndar. Kennarar þeirra voru einstaklega stolt af þeim enda flottur og frábær hópur sem sýndi mikla samheldni og hlýju við alla.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is