Fréttir

30.9.2022 : Fjármálafræðsla

Nemendur í 10. bekk vinna þessa vikuna verkefni i stærðfræði tengd fjármálum. Verkefnin eru fjölbreytt en nemendur þurfa að reikna út hvað kostar að kaupa bíl og reka hann. Hvað þarf að leggja í sparnað til að eiga fyrir útborgun i fyrstu íbúð ásamt útreikningum á lánum og vöxtum. Hvað kostar að leigja húsnæði og svo framvegis. Skemmtilegar pælingar sem eiga sér stað í tímunum og það er óhætt að segja að margir furða sig á öllum þeim krónum sem þeir þurfa að borga í vexti til að eignast bíl.

...meira

21.9.2022 : Nemendaráð

Nú er búið að kjósa í nýtt Nemendaráð Öldutúnsskóla fyrir skólaárið 2022-2023. Nemendaráðið sér um að skipuleggja viðburði og ræða um málefni nemenda í Öldutúnsskóla. Það sem er fyrst á döfinni hjá nemendaráðinu er að skipuleggja sleepover einnig er verið að ræða fleiri viðburði. 

...meira

15.9.2022 : Fimmvörðuháls

Fimmvörðuhálsvalið fór sína árlegu ferð 7. september síðastliðinn. Gegnið var frá Skógum yfir Fimmvörðuhálsinn og niður í Þórsmörk þar sem gist var eina nótt.

Í ár fórum við með langstærsta hópinn til þessa, 43 unglinga úr 8-10 bekk og var stór hópur að ganga með okkur í þriðja skipti. Veðrið lék við okkur allan tímann og ef eitthvað var þá var of heitt. Krakkarnir stóðu sig með eindæmum vel, virkilega flottur og skemmtilegur hópur sem eiga svo sannarlega mikið hrós skilið.

...meira

9.9.2022 : Dagur læsis

Nemendur og starfsfólk í Öldutúnsskóla létu ekki sitt eftir liggja á Degi læsis þann 8.september.

Margt var gert til að halda uppá daginn, svo sem að lesa úti í góða veðrinu eða fjölmenna á göngum skólans með góðar yndislestrarbækur.

Aðrir fengu langa og góða lestrarstund þar sem kennari las spennandi sögu fyrir nemendur ásamt margvíslegu læsistengdu uppbroti.

...meira

Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is