Fréttir

19.10.2020 : Kvikmyndagerð í Selinu

Krakkarnir í 3. til 4. bekk í Selinu tóku þátt í samstarfsverkefni í tilefni af Bóka-og bíóhátíð Hafnarfjarðarbæjar. Krakkarnir fengu úthlutað nokkrum köflum úr bókinni Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi. Úr þeim voru settir upp leikþættir sem voru teknir upp og verður þeim skeytt saman við þætti úr öðrum frístundaheimilum til að mynda eina heildar kvikmynd. Flest frístundaheimili í Hafnarfirði tóku þátt í verkefninu. Myndina átti að sýna á Bókasafni Hafnarfjarðarbæjar á Bóka- og bíóhátíðinni en því hefur verið frestað til betri tíma. Myndin verður sýnd börnum í frístundaheimilum á næstunni.

...meira

19.10.2020 : Vetrarfrí

Það er vetrarfrí fimmtudaginn 22. og föstudaginn 23. október. Það er ekki skóli þessa daga. Frístundaheimilið Selið er einnig lokað. Félagsmiðstöðin Aldan er opin samkvæmt dagskrá.

Nemendur mæta aftur í skólann skv. stundaskrá mánudaginn 26. október.

Fjölskyldur eru hvattar til að nýta vetrarfríið til samveru og útiveru. Mikilvægt að fara samt í einu og öllu eftir tilmælum Almannavarna og forðast hópamyndanir. Um að gera að hlaða batteríin vel og njóta þess að vera saman.

...meira

16.10.2020 : Bleikur dagur í dag

Fjölmargir nemendur og starfsmenn mættur í bleikum fötum eða með eitthvað bleikt í tilefni af bleika deginum.

Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins sem er tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Verkefnið er í gangi allan október og landsmenn hvattir til að klæðast einhverju bleiku til að lýsa skammdegið í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu

...meira

16.10.2020 : Námssamtalsdagur 20.10.2020

Vegna ástandsins í samfélaginu þurfum við að hafa tvo námssamtalsdaga. Fyrri samtalsdagurinn var miðvikudaginn 14.10. en sá seinni verður þriðjudaginn 20.10. Það er ekki skóli þennan dag en frístundaheimilið Selið er opið fyrir þá nemendur sem eru skráðir.

Námssamtölin í ár verða rafræn. Nemendur á yngsta stigi eru heima með foreldrum og kennari í skólanum. Nemendur á mið- og unglingastigi mæta til kennara en foreldri er á fundinum heima eða í vinnunni.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um námssamtölin hjá umsjónarkennurum.

...meira

Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is