Fréttir

2.10.2023 : Haustið

Í skapandi smiðjum í þriðja bekk ákváðum við að nýta haustið sem kveikju. Nemendur nefndu strax að haustinu fylgir að laufblöðin fara að falla af trjánum og annar litur kemur á þau. Það var ákveðið að nýta laufblöðin í verkefnavinnu. Nemendur fóru út að týna laufblöð sem höfðu dottið af trjánum, laufblöðin nýttu þau svo sem hár á persónur sem þau sköpuðu. Verkefnið gekk mjög vel og afraksturinn voru virkilega fallegar og fjölbreyttar myndir.

Krakkarnir í 5. bekk notuðu  haustlaufin til að búa til mandölur.

...meira

29.9.2023 : Safnahúsið

Hópur nemenda í íslensku sem annað tungumál í unglingadeild brugðu sér af bæ síðastliðinn þriðjudag og skelltu sér á Safnahúsið í Reykjavík. Þar fengu þau frábæra leiðsögn um sýninguna sem þar er sem og húsið sjálft. Heimsóknina ætlum við svo að nota til að vinna verkefni þar sem áherslan verður á myndlæsi, túlkun og tjáningu.

Frábær ferð í alla staði og börnin til fyrirmyndar. 

...meira

21.9.2023 : Sinfóníutónleikar

Í vikunni fóru nemendur í 1. bekk í menningarferð til Reykjavíkur.  Þau heimsóttu Hörpuna og hlustuðu á Sinfóníuhljómsveitina spila Dýrasinfóníuna.

...meira

15.9.2023 : Haustfundir

Á næstu vikum verða haustfundir. Foreldrar mæta á þá án nemenda. Á fundunum fara umsjónarkennarar yfir skipulag skólastarfsins. Fundirnir eru sem hér segir:

  • 4.bekkur – föstudaginn 15.09.
  • 2.bekkur – mánudaginn 18.09.
  • 5.bekkur – þriðjudaginn 19.09.
  • 6.bekkur – miðvikudaginn 20.09.
  • 7.bekkur – fimmtudaginn 21.09.
  • 1.bekkur – föstudaginn 22.09.
  • 3.bekkur – þriðjudaginn 26.09.
  • 8.bekkur – fimmtudaginn 28.09.

Allir fundirnir hefjast klukkan 08:20 nema hjá 8.bekk, þar hefst fundurinn klukkan 18:00.

Fundirnir eru í matsal nemenda.

Foreldrar hvattir til að fjölmenna.

...meira

Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is