Fréttir

Óvissuferð kórs Öldutúnsskóla
Kór Öldutúnsskóla fór í óvissuferð í síðustu viku.
Hópurinn fór með rútu að Reykjadal í Hveragerði þar sem hann gekk sem leið lá upp að náttúrulaugunum. Þar gafst krökkunum tækifæri til að hvíla sig, vaða í laugunum, stilla sér upp fyrir hópmynd og taka lagið.
Þegar niður var komið fór hópurinn að fögrum lundi í Hveragerði og gæddi sér á grilluðum pylsum í steipiregni. Kórfélagar létu það ekki á sig fá og héldu sig í skógarþykkni við dynjandi tónlist úr tæki sem var með í farteskinu. Næsti áfangastaður var Fontana á Laugarvatni þar sem krakkarnir hvíldu sig í heitum laugum, skelltu sér út í sjálft vatnið og sungu fyrir gesti og gangandi. Kórinn gisti svo á Héraðsskólanum á Laugarvatni sem er nú sambland af mynjasafni og gistiheimili. Þar gæddu börnin sér á pizzum og höfðu það náðugt við leik og samveru um kvöldið. Eftir staðgóðan morgunverð daginn eftir hélt hópurinn heim á leið. Allir voru í skýjunum með ferðina sem gekk vel í alla staði. Kórkrakkarnir áttu hana svo sannarlega skilið eftir elju og dugnað á erfiðum Covid tímum.
...meira
Kynningarfundur fyrir foreldra
Kynningarfundur fyrir foreldra nemenda í verðandi 1. bekk skólaárið 2022 – 2023 verður þriðjudaginn 24. maí klukkan 17:15. Fundurinn verður í matsal nemenda.
Dagskrá fundar er sem hér segir:
- Kynning á skólanum. Valdimar Víðisson, skólastjóri.
- Kynning á frístundaheimilinu. Kristján H. Óskarsson, deildarstjóri.
- Kynning á starfsemi foreldrafélagsins. Snædís Ö. Flosadóttir, formaður foreldrafélagsins.
- Skipulag skóladagsins í 1. bekk. Lena K. Sveinsdóttir, deildarstjóri yngri deildar.
Þessi fundur er eingöngu fyrir foreldra, börnin eiga ekki að mæta með. Gerum ráð fyrir að fundi sé lokið eigi síðar en 18:45.
...meira
Gísla saga Súrssonar
Nemendur í 10. bekk voru að ljúka þemaverkefni úr Gísla sögu Súrssonar. Þeir völdu sér þema til þess að vinna með kynntu sér það vel, unnu greinargerð, kynningu og að lokum skemmtiverkefni og fræddu samnemendur sína.
Verkefnin voru mjög fjölbreytt og tengdust t.d. klæðnaði, mat, húsnæði, tónlist, goðafræði, samfélagsmiðlum o.fl.
Skemmtilegt var að sjá hvað þau höfðu gaman af og fengu aðstoð frá foreldrum t.d. við að sjóða svið, ein amma hjálpaði til við að prjóna, búið var til smjör frá grunni, flatbökur bakaðar og margt fleira.
...meira- Íþróttakeppni 9. bekkja í Hafnarfirði
- Vorhátíð Öldutúnsskóla
- Líkaminn
- Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar
- Gísla saga Súrssonar og Breakout EDU
- Páskafrí
- Litla upplestrarkeppnin
- Skíðaferð í Bláfjöll
- Skemmtilegir vinaleikar
- Vinabekkjahittingar
- Vinaleikar á fimmtudag og föstudag
- Hver er fyrirmyndin mín?
- Risaeðla verður til
- Snert á landslagi
- Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Öldutúnsskóla.
- Skipulagsdagur 23. mars
- Söngkeppni Hafnarfjarðar
- Laus störf í Öldutúnsskóla
- Geðlestin
- Öskudagsfjör í Öldutúnsskóla
- Lego keppni Hafnarfjarðar
- Öllum sóttvarnaaðgerðum aflétt
- Himingeimurinn
- Vetrarfrí
- Málum Hamarinn
- Fjölbreytt námsumhverfi
- UT smiðja
- Föndrað í Selinu
- Leikskólar og frístundastarf opnar kl. 13 í dag
- Reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður mánudaginn 7. febrúar
- Aldan í febrúar
- 100 daga hátíð
- Vegna bólusetninga nemenda í 1. – 6. bekk
- Opnir fundir um sóttvarnir
- Námssamtöl 3. febrúar
- Breyting á fyrirkomulagi sóttkvíar og smitgátar
- Virðing – Vellíðan – Virkni
- Hönnun, endurnýting, gleði og sköpun í 2.L
- Niðurfelling gjalda vegna sóttkvíar/einangrunar barna
- Í vikulokin – staðan í Öldutúnsskóla
- Lestur er lífsins leikur
- Skipulagsdagur 24. janúar
- Sóttvarnir og staðan í Öldutúnsskóla
- #takkcovid
- Vegna bólusetninga nemenda í 1. – 6. bekk
- Fyrsta skólavikan eftir jólafrí
- Laus störf í Öldutúnsskóla
- Skólabyrjun
- Sóttvarnaaðgerðir næstu daga
- Jólakveðja
- Jólaskemmtun
- Stefnumót við jólabækurnar
- Í aðdraganda jóla
- Benjamín dúfa og sókratískar samræður
- 3. bekkur í Breakout Edu
- Jólaskemmtanir og jólafrí
- Staða skóla- og frístundaliða laus til umsóknar
- Jólakaffihús
- Smíðastofan
- Tyrkjaránið og Breakout Edu
- Staðan varðandi smit
- Málþing um forvarnir og líðan
- Spilaval
- Sóttvarnaaðgerðir frá 13.11. til og með 08.12.2021
- Skipulagsdagur
- Æfingabúðir kórsins okkar
- Heimsókn í Vísindasmiðjuna
- Vinavika
- Baráttudagur gegn einelti
- Textílsmiðja Selsins
- Laus störf í Öldutúnsskóla
- Varðandi Covid-19
- Lífið á bókasafninu
- Stjörnustund
- Vel heppnaður afmælisdagur
- Öldutúnsskóli 60 ára
- Sjókæjak
- Vel heppnaður bleikur dagur
- Bleikur dagur 13.10.2021
- Vetrarfrí
- Litla gula syrpan
- Bekkjarfundir
- Stjörnustundir
- Aðalfundur Foreldrafélags Öldutúnsskóla 2021
- Vel sóttir haustfundir
- Nemendaráð Öldutúnsskóla
- Breytt fyrirkomulag námssamtala
- Appelsínugul veðurviðvörun
- Skipulagsdagur 24. september
- Hreinsun á skólalóð
- Laust starf skóla- og frístundaliða
- Göngum í skólann
- Fimmvörðuhálsval
- Vel heppnað Ólympíuhlaup
- Seinni bólusetning 12 – 15 ára barna
- Skipulag haustfunda
Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is