Fréttir

7.6.2023 : Opnunartími skrifstofu

Vegna námsferðar starfsmanna Öldutúnsskóla verður skrifstofa skólans lokuð 9., 12., 13. og 14. Júní. Skrifstofa skólans er svo opin 15. og 16. júní.

Frá og með 19. júní er skrifstofan lokuð. Opnar aftur eftir Verslunarmannahelgi.

...meira

7.6.2023 : Skólaslit í 1. – 9. bekk

Nemendur í 1. – 9. bekk mættu á skólaslit í dag. Eftir stutta athöfn á sal fóru nemendur með sínum umsjónarkennara í heimastofu þar sem nemendur kvöddu bekkjarfélaga og kennara og héldu svo út í sumarið.

Nemendur eru nú komnir í sumarfrí og mæta aftur í skólann á skólasetningu miðvikudaginn 23. ágúst.

...meira

7.6.2023 : Útskrift nemenda í 10. bekk

Útskrift nemenda í 10. bekk fór fram í sal Flensborgarskólans í Hafnarfirði miðvikudaginn 6. júní. Að lokinni athöfn í Flensborg var útskriftarnemum og gestum boðið til notalegrar samverustundar í Öldutúnsskóla þar sem nemendur gátu kvatt skólann, bekkjarfélaga og starfsmenn.

Starfsfólk Öldutúnsskóla óska nemendum til hamingju með þennan áfanga og óskum við þeim alls hins besta.

Kveðjum útskriftarnemendur með miklum söknuði.

...meira

5.6.2023 : Vinaleikar

Í morgun voru haldnir Vinaleikar í skólanum. Þá er nemendum raðað í hópa frá 1.bekk og upp í 10.bekk. Nemendur fara á milli stöðva og leysa allskyns þrautir og verkefni sem kennarar stýra.

Nemendur í 9. og 10.bekk stýra hópunum og passa að allir taki þátt og fari á rétta staði. Mikil ánægja er með þennan dag og skemmta allir sér konunglega. 

...meira

Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is