Fréttir

Gleðilegt sumar
Sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn 22. apríl. Þann dag eru nemendur og starfsmenn í fríi.
Gleðilegt sumar og bestu þakkir fyrir veturinn!
...meira
Söngkeppni Hafnarfjarðar
Arndís og Steiney kepptu fyrir hönd Öldunnar í Söngkeppni Hafnarfjarðar sem fór fram sl. mánudag, 19. apríl. Alls tóku 14 ungmenni þátt í keppninni sem var streymt beint frá Bæjarbíói. Keppnin er undankeppni fyrir Söngkeppni Samfés, en Hafnarfjörður á tvö sæti í þeirri keppni.
Báðir fulltrúar okkar á keppninni stóðu sig með prýði og hreppti Arndís annað sætið í keppninni. Við mælum með að þau sem misstu af keppninni í beinni horfi á hana á Facebooksíðu Hafnarfjarðarbæjar því þið misstuð af miklu. Það er alveg klárt mál að framtíð hafnfirskrar tónlistar er í góðum höndum.

Persónubundnar sóttvarnir
Frá upphafi faraldurs hafa fimm smit borist inn í skólann. Vegna þessara smita hafa hátt í 400 börn og um 30 starfsmenn þurft að fara í sóttkví ásamt fjölmörgum foreldrum og öðrum heimilismeðlimum. Enginn nemandi og enginn starfsmaður hafa svo greinst jákvæðir í sýnatöku eftir sóttkví. Ekkert smit er rakið til þess að viðkomandi hafi smitast innan veggja skólans.
Hver og einn er að passa uppá sínar persónubundnu sóttvarnir og það er lykilinn að þessum árangri. Starfsmenn, nemendur og foreldrar eru að fara eftir þeim reglum sem eru í gildi og almennt að passa sig. Við þurfum að halda áfram á þessari braut.
Saman vinnum við á þessari veiru!
...meira
Sjálfbærni og ábyrgð í tísku
Aldan vinnur með sjálfbærni og ábyrgð í tísku dagana 20-26. Apríl. Verkefnið er liður í Björtum dögum, menningarhátíð Hafnarfjarðar, en að þessu sinni er lögð sérstök áhersla á unglingamenningu.
Við verðum með fróðleik og vangaveltur á Instagram þessa daga til að vekja til umhugsunar um ábyrgð okkar sem neytendur. Á miðvikudag verður smiðja þar sem þátttakendur geta gefið gömlum fötum nýtt hlutverk m.a. sem fjölnota pokar, tuskur eða annað sem þeim dettur í hug. Við hvetjum svo alla unglinga til að taka þátt í skiptifatamarkaði á föstudag, þar sem hægt er að koma með föt sem eru ekki lengur í notkun hjá þér og taka föt sem aðrir hafa komið með. Þær flíkur sem ekki fá framhaldslíf á markaðinum verða gefnar áfram til samtaka sem geta komið þeim áfram í umferð. Ýrúarí, textíllistakona, kemur svo til okkar á mánudaginn og verður með smiðju þar sem áhugasamir geta lært að gera við flíkur með skapandi viðgerðum. Ýr var tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands fyrir verkefnið sitt Peysur með öllu þar sem hún lífgar upp á götóttar eða blettóttar notaðar peysur á skapandi hátt. Athugið að hámarksfjöldi er á viðgerðarsmiðjuna, svo nauðsynlegt er að skrá þátttöku.
Fyrir þau sem vilja kynna sér Ýrúarí betur er hægt að hlusta á viðtal við hana hér, viðtalið hefst á 33. mínútu.
...meira- Hrós
- Laus störf í Öldutúnsskóla
- Staðfest smit í Öldutúnsskóla
- Kór Öldutúnsskóla með langan æfingadag
- Staðfest smit
- Skólastarf fer vel af stað eftir páskafrí
- Skráning á frístundaheimili skólaárið 2021-2022
- Dagskrá Öldunnar í apríl
- Blár dagur
- Sóttvarnaaðgerðir í Öldutúnsskóla
- Skólastarf eftir páska
- Staðfest smit í Öldutúnsskóla
- Gleðilega páska
- Mannslíkaminn
- Börn að koma frá útlöndum
- Öðruvísi þemadagar
- Öldubrot
- Kórsöngur
- Samræmd próf
- Notkun síma er bönnuð á skólatíma
- Stjörnulestrarsprettur
- Dagur stærðfræðinnar
- Samræmd könnunarpróf verða valkvæð fyrir nemendur
- Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar
- Öldutúnsskóli auglýsir eftir starfsfólki
- Samræmdum prófum í 9. bekk frestað
- Skóladagatal 2021 – 2022
- Niðurstöður úr foreldrakönnun Skólapúlsins
- Hvatningarverðlaun foreldraráðs Hafnarfjarðar
- Æfing vegna jarðskjálfta
- Rýnt í Viðskiptablaðið
- Breyting á skólastarfi á mánudaginn vegna jarðafarar
- Paprikuræktun
- Staða aðstoðarskólastjóra er laus til umsóknar
- Rannveig Þorvaldsdóttir er látin
- Kökukeppni Öldunnar
- Vetrarfrí og skipulagsdagur
- Innleiðing á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
- Ævintýrapersónur, furðuverur og aðrar fígúrur
- Öskudagur
- 100 daga hátíð
- Öðruvísi öskudagur
- Alþjóðlegi netöryggisdagurinn
- Krufning
- Lestrarsprettur
- Ég og fjölskyldan mín
- Óskilamunir
- Haukur Helgason er látinn
- Skipulagsdagur 28. janúar
- Forritun
- Námssamtöl 2. febrúar
- Búrfellsgjá
- Innritun nemenda í grunnskóla haustið 2021
- Áríðandi skilaboð vegna kynferðislegra ljósmynda
- Skipulagsdagur og námssamtöl
- Dagskrá Öldunnar
- Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur
- Hefðbundið skólastarf fer vel af stað
- Notkun skotelda
- Skólastarf frá og með 6. janúar
- Skólastarf að loknu jólafríi
- Jólakveðja
- Styrkur til Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar
- Stofujól
- Fjölbreytt verkefnaskil
- Fjölbreytt verkefni á aðventunni
- Stofujól nemenda
- Jólafrí nemenda
- Fundaröð með foreldrum lokið
- Grímuskylda meðal unglinga afnumin
- Sjálfbært samfélag
- Jólastemming
- Bekkjaropnun Öldunnar í desember
- Sóttkví lokið
- Jólaskreytingadagur í unglingadeild
- Skólastarf frá 2. desember
- Staðfest smit í Öldutúnsskóla
- Lesa og njóta
- Vel sóttir fjarfundir með foreldrum
- Röskun á skólastarfi - leiðbeiningar uppfærðar
- Hnattræn hlýnun
- Grein frá Ungmennaráði heimsmarkmiðanna
- Lesa og borða
- Fjarheimsókn
- Skólastarf frá 23. nóvember
- Opnir fundir með foreldrum
- Fjölbreytt skólastarf á Covid tímum
- Netskákmót
- Jólabókatré
- Listaverk á göngum skólans
- Tveir pennar
- Skipulagsdagur
- Ytra mat
- Nám inni og úti
- Laus staða sérkennara
- Fjölbreytt skólastarf á Covid tímum
Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is