Stjórn skólans

Skólastjórar

Valdimar Víðisson, skólastjóri
Hóf störf við Öldutúnsskóla haustið 2008. Starfaði áður sem skólastjóri í Grenivíkurskóla. Lauk B.ed. gráðu frá Háskólanum á Akureyri árið 2004 og er að klára M.ed. gráðu við sama skóla. Valdimar starfaði sem aðstoðarskólastjóri frá 2008 – 2013.
Netfang: valdimar.vidisson@oldutunsskoli.is

Margrét Sverrisdóttir, aðstoðarskólastjóri

Hóf störf í Öldutúnsskóla haustið 2005, þá sem umsjónarkennari í miðdeild. Hún tók við stöðu deildarstjóra árið 2008 og síðan við stöðu aðstoðarskólastjóra 2013. Hún lauk B.ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1999 og M.ed. gráðu frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands árið 2011. Veturinn 2021-2022 tók hún viðbótarnám í stjórnun menntastofnana við sama skóla. Áður starfaði Margrét sem grunnskólakennari í Grunnskólanum í Borgarnesi.  
Netfang: margret.sverrisdottir@oldutunsskoli.is

Deildarstjórar

Lena Karen Sveinsdóttir, deildarstjóri yngri- og miðdeildar (1. - 7. bekkur)
Hóf störf við Öldutúnsskóla árið 2007. Starfaði áður sem deildarstjóri á leikskólanum Vesturkoti og skólastjóri á leikskólanum Álfabergi. Lauk B.ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 2000. Lauk diplóma í námi og kennslu ungra barna við Kennaraháskóla Íslands árið 2006. Lena starfaði sem aðstoðarskólastjóri 2019-2020.

Netfang: lena.sveinsdottir@oldutunsskoli.is

Tinna Haraldsdóttir, deildarstjóri unglingadeildar (8. - 10. bekkur)

Hóf störf við Öldutúnsskóla haustið 2014 sem umsjónarkennari á miðstigi. Tók við kennslu í upplýsingatækni og kennsluráðgjöf haustið 2020. Lauk M.ed frá Kennaraháskóla Íslands 2015. Leysir Ernu af skólaárið 2022-2023.

Netfang:  tinna.haraldsdottir@oldutunsskoli.is

Linda Sjöfn Sigurðardóttir, deildarstjóri sérkennslu og stoðþjónustu
Hóf störf við Öldutúnsskóla haustið 2017. Starfaði áður við kennslu og deildarstjórn við Stóru-Vogaskóla í Vogum. Lauk B.ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands 1994, framhaldsmenntun í Stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands.
Netfang: linda.sjofn@oldutunsskoli.is

Valgerður Margret Ægisdóttir, deildarstjóri UT mála
Hóf störf við Öldutúnsskóla haustið 2017 sem tölvuumsjónarmaður og grunnskólakennari. Starfaði áður við kennslu við Grunnskóla Snæfellsbæjar sem grunnskólakennari. Lauk diplómanámi í kennslufræðum frá HÍ árið 2011. Hóf störf sem deildarstjóri UT mála haustið 2020.
Netfang: valgerdur.margret@oldutunsskoli.is

Kristján Hans Óskarsson, deildarstjóri frístundaheimilisins og félagsmiðstöðvar
Hóf störf í félagsmiðstöðinni Öldunni haustið 2008, þá sem starfsmaður Skrifstofu æskulýðsmála. Frá hausti 2011 hefur hann verið stjórnandi frístundaþjónustu við Öldutúnsskóla, s.s. félagsmiðstöðvarinnar Öldunnar og frístundaheimilisins Selsins. Starfaði áður sem ráðgjafi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Lauk B.A. gráðu frá Rose Bruford College árið 2006 og er að klára M.A. gráðu í Mennta- og Menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.
Netfang: kristjan.oskarsson@oldutunsskoli.is


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is