Skólasafnið

Skólasafnið á að vera lifandi fræðslu-, upplýsinga- og menningarmiðstöð skólans. Þar er fyrir hendi fjölbreytt úrval af hvers kyns náms- og kennslugögnum. Öllum nemendum og starfsfólki skólans er heimilt að fá lánaðar bækur á safninu. Útlánstími til nemenda er tvær vikur og hægt er að endurnýja útlán ef þörf krefur. Allir starfsmenn og nemendur eiga útlánakort sem skólasafnið gefur út og geymir. Útlánstímar eru alla daga vikunnar frá 8:10 til 9:30.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is