Matur á skólatíma

Hafnarfjarðarbær býður öllum grunnskólabörnum í Hafnarfirði upp á hafragraut 20 mínútum fyrir fyrstu kennslustund. Grauturinn er afgreiddur í matsalnum frá kl.07:45 – 08:10. Nemendum stendur til boða að kaupa ávaxta- og grænmetisáskrift í morgunhressingu einnig geta þeir keypt áskrift að heitum mat. Fyrirtækið sem sér um þessa þjónustu heitir Skólamatur. Áskrift er pöntuð beint hjá þeim, hægt er að skoða matseðla á heimasíðu þeirra. Nemendur sem kjósa að vera ekki í mataráskrift geta komið með nesti að heiman og matast í matsalnum þar sem þeir hafa aðgang að örbylgjuofni og samlokugrillum.

Ef nemendur sem eru með ofnæmi fyrir einhverjum matvælum er mikilvægt að upplýsa skólann og aðila sem sjá um matinn um það.

Haustið 2019 var samið við Skólamat um rekstur mötuneytis. Lögð er áhersla á þrjá mikilvæga þætti: næringu barna, umhverfissjónarmið og matarsóun. Í upphafi skólaárs þarf að skrá öll börn í mataráskrift í gegnum heimasíðu Skólamatar– hægt er að velja um fasta áskrift 5 daga vikunnar, dagaval eða að kaupa stakar máltíðir. Áskrift framlengist sjálfkrafa um einn mánuð nema ef áskrift sé sagt upp eða breytt. Allar breytingar hvort heldur er varða dagaval, greiðslumáta eða uppsögn skal gera fyrir 21. hvers mánaðar undan þeim mánuði sem breytingum er ætlað að taka gildi. Verðskrá er inn á heimasíðu Skólamatar.

Allir matseðlar eru næringaútreiknaðir og farið eftir ráðleggingum embætti Landlæknis. Matseðlarnir eru birtir á heimasíðu Skólamatar, þar geta foreldrar og aðrir aðstandendur fylgst með matseðlum og samsetningu matseðla, þar birtast einnig upplýsingar um innihald. Við matseðlagerð er notast við handbók fyrir skólamötuneyti sem var gefin út af embætti Landlæknis árið 2010. Í ráðleggingunum er gert ráð fyrir að það sé heit máltið a.m.k. fjórum sinnum í viku og gert ráð fyrir að ávextir eða annarskonar grænmeti fylgi hádegisverði. Til drykkjar verði boðið upp á vatn með öllum máltíðum Þeir nemendur sem ekki eru í mat skulu hafa með sér hollt nesti í skólann.

Foreldrum stendur til boða að kaupa ávaxta- og grænmetisáskrift fyrir börn sín og fer skráning fram á áskriftarformi á heimasíðu Skólamatar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is