Innritun og móttaka nýrra nemenda

Tilgangur með skýrum verklagsreglum um móttöku nýrra nemenda er að tekið verði á móti þeim þannig að fyrstu kynni þeirra og foreldra þeirra af skólanum veiti þeim öryggi og vellíðan og þeim finnist þau velkomin í skólann.

Leitast verður við að kynna  umsjónarkennara fyrir  nemanda og foreldrum áður en nemandinn byrjar í skólanum. Í undantekningartilvikum kemur þó fyrir að nemandi þurfi að byrja í skólanum nær fyrirvaralaust.  Nánari leiðbeiningar eru í Starfsmannahandbók Öldutúnsskóla.

Hlutverk starfsmanns á skrifstofu

 • Skráir nýja nemendur á þar til gert innritunarblað. Ef nemandi er að koma erlendis frá þarf að fylla út sérstakt eyðublað sem er á innra neti skólans. Barn á rétt á skólavist þótt það sé ekki komið með dvalarleyfi eða íslenska kennitölu.
 • Upplýsir foreldra um móttökuáætlun skólans.
 • Kemur innritunarblaði samdægurs til viðkomandi deildarstjóra.
 • Skráir nemandann inn í Mentor.

Hlutverk deildarstjóra

 • Hefur samráð við skólastjóra og umsjónarkennara í viðkomandi árgangi um í hvað bekkjardeild nemandinn fer.
 • Kemur innritunarblaði til starfsmanns skrifstofu sem skráir nemandann í viðkomandi bekk í Mentor.
 • Boðar í samráði við umsjónarkennara, foreldra og nemanda á kynningarfund þar sem aflað er helstu upplýsinga um stöðu nemandans og kallar eftir gögnum sem e.t.v. fylgja honum. Ef nemandinn er að koma erlendis frá er túlkur pantaður ef á þarf að halda (ennfremur er bent á eyðublað á innra vef Hafnarfjarðarbæjar „Könnun á bakgrunni nemenda“), og „ Handbók um móttöku barna í grunnskólum með íslensku sem annað tungumál„ sem er á innra vef Hafnarfjarðarbæjar, en þar eru að finna mikilvægar upplýsingar um móttöku barna sem koma erlendis frá. Ennfremur eru nánari upplýsingar í starfsmannahandbók.
 • Boðar deildarstjóra sérkennslu á kynningarfundinn ef þörf krefur.
 • Tekur til helstu upplýsingar um skólann og skólastarfið og afhendir foreldrum og nemanda á kynningarfundi (sbr. gátlisti á innra neti: Móttaka nýrra nemenda).
 • Sýnir nemanda og foreldri skólahúsnæðið.
 • Sendir tölvupóst um komu nýrra nemenda til starfsmanna.

Hlutverk umsjónarkennara

 • Tekur til gögn fyrir kynningarfundinn s.s. stundatöflu, innkaupalista, lotuskiptingu í sérgreinar o.fl.
 • Hefur samband við húsvörð vegna húsgagna sem þarf e.t.v. að bæta við í stofuna.
 •  Kynnir nemandann fyrir bekknum áður en hann kemur og útnefnir 2-4 leiðsögumenn úr bekknum fyrir hann (tilmæli eru um að þeir séu af báðum kynjum). Hlutverk þeirra er að passa upp á að nýi nemandinn sé ekki einn og að hann fái allar upplýsingar sem hann þarf.
 • Kemur upplýsingum til deildarstjóra sérkennslu ef málum er þannig háttað.
 • Kynnir nemandann fyrir öllu hlutaðeigandi starfsfólki s.s. sérgreinakennurum, stuðningsfulltrúum og skólaliðum.

Hlutverk námsráðgjafa

 • Gefur nýjum nemanda viðtalstíma, helst um leið og deildarstjóri kynnir þá eða eins fljótt og hægt er.
 • Fylgir þeim nemendum eftir sem þess þurfa með.
 • Kemur upplýsingum til umsjónarkennara ef nemandi hefur sögu um einelti/félagslega erfiðleika.

Móttaka sex ára barna

Nemendur sem byrja eiga í 1. bekk að hausti eru innritaðir í skólann í mars/apríl að vori. Í maí eru foreldrar boðaðir á fund þar sem skólinn og helstu þættir skólastarfsins eru kynntir svo sem stefna skólans, Olweusaráætlunin, SMT- skólafærnikerfið og þjónusta við nemendur önnur en sem snýr að námi og kennslu. Nám og kennsla er viðfangsefni á haustfundum  umsjónarkennara með foreldrum.

Þegar nemendum er raðað í námshópa er tekið tillit til búsetu, höfð sem jöfnust kynjaskipting og náms- og félagslega staða þeirra er höfð til hliðsjónar.

Frekari upplýsingar um móttöku og samstarf leik- og grunnskóla varðandi skólaskil má finna  í starfsmannahandbók.

Uppfært 7. sept. 2016


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is