Innritun og móttaka nýrra nemenda
Tilgangur með skýrum verklagsreglum um móttöku nýrra nemenda er að tekið verði á móti þeim þannig að fyrstu kynni þeirra og foreldra þeirra af skólanum veiti þeim öryggi og vellíðan og þeim finnist þau velkomin í skólann.
Leitast er við að halda kynningarfund með umsjónarkennara, nemanda og foreldrum áður en nemandinn byrjar í skólanum. Í undantekningartilvikum getur nemandi þurft að byrja í skólanum nær fyrirvaralaust.
Foreldrar skrá barn sitt í skólann á Mínum síðum hjá Hafnarfjarðarbæ. Ef nemandi er að koma úr öðrum sveitarfélagi eða erlendis frá fer skráning fram í gegnum skrifstofu skólans á þar til gerðum eyðublöðum.
Hlutverk starfsmanns á skrifstofu
- Skráir nýja nemendur á þar til gert innritunarblað. Ef nemandi er að koma erlendis frá þarf að fylla út sérstakt eyðublað sem er á innra neti skólans.
- Upplýsir foreldra um móttökuáætlun skólans.
- Kemur innritunarblaði samdægurs til viðkomandi deildarstjóra.
- Skráir nemandann inn í Mentor.
Hlutverk deildarstjóra
- Hefur samráð við skólastjóra og umsjónarkennara í viðkomandi árgangi um í hvað bekkjardeild nemandinn fer.
- Deildarstjóri staðsetur nemandann í réttan árgang og skráir hann í Skólagáttina (skolagattin.is)
- Boðar í samráði við umsjónarkennara, foreldra og nemanda á kynningarfund þar sem aflað er helstu upplýsinga um stöðu nemandans og kallar eftir gögnum sem e.t.v. fylgja honum.
- Boðar deildarstjóra sérkennslu á kynningarfundinn ef þörf krefur.
- Tekur til helstu
upplýsingar um skólann og skólastarfið og afhendir foreldrum og nemanda á
kynningarfundi (sbr. gátlisti á innra neti: Móttaka
nýrra nemenda).
- Sýnir nemanda og foreldri skólahúsnæðið.
- Sendir kennitölu og nafn á tölvuumsjónarmann sem stofnar AD og Google aðgang og hefur til spjaldtölfu.
- Upplýsir kennara og aðra starfsmenn um komu nýrra nemenda í tölvupósti.
Hlutverk umsjónarkennara
- Tekur til gögn fyrir kynningarfundinn s.s. stundatöflu, lotuskiptingu í sérgreinar o.fl.
- Hefur samband við húsvörð vegna húsgagna sem þarf e.t.v. að bæta við í stofuna.
- Kynnir nemandann fyrir bekknum áður en hann kemur og útnefnir 2-4 leiðsögumenn úr bekknum fyrir hann (tilmæli eru um að þeir séu af báðum kynjum). Hlutverk þeirra er að passa upp á að nýi nemandinn sé ekki einn og að hann fái allar upplýsingar sem hann þarf.
- Kemur upplýsingum til deildarstjóra sérkennslu ef málum er þannig háttað.
- Kynnir nemandann fyrir öllu hlutaðeigandi starfsfólki s.s. sérgreinakennurum, stuðningsfulltrúum og skólaliðum.
Hlutverk námsráðgjafa
- Gefur nýjum nemanda viðtalstíma, helst um leið og deildarstjóri kynnir þá eða eins fljótt og hægt er eftir að hann fær gátlista í hendur.
- Fylgir þeim nemendum eftir sem þess þurfa með.
- Kemur upplýsingum til umsjónarkennara ef nemandi hefur sögu um einelti/félagslega erfiðleika.
Uppfært ágsút 2021