Samtalsdagur
Námssamtalsdagar eru tvisvar á vetri. Sjá skóladagatal. Samtölin eru að lágmarki 15 mínútna löng. Ef kennari sér fram á að umræðuefnum verði ekki lokið skal hann stinga upp á því við foreldra að hann hringi við fyrsta tækifæri eða boða til annars fundar.
Foreldrar sjá sjálfir um að skrá samtalstíma í gegnum Mentor. Stjórnendur setja inn túlkaviðtöl.
Aðrir kennarar en umsjónarkennarar eru til samtals á samtalsdaginn kl. 8:10 til 16:00. Enn fremur er hægt að panta sérstaklega samtal við námsráðgjafa, hjúkrunarfræðing og skólastjórnendur hjá starfsmanni á skrifstofu.