Almennar upplýsingar

Í Öldutúnsskóla eru nemendur í 1. til og með 10. bekk. Tvær til þrjár bekkjardeildir eru í hverjum árgangi og í upphafi skólaársins 2021-2022 eru nemendur skólans 625 í 29 bekkjardeildum.

Í skólanum er tveggja anna kerfi.

Skólahverfið markast af Reykjanesbraut, Lækjargötu og Ásbraut.
Meginreglan er sú að nemendur sæki skóla í því skólahverfi þar sem þeir hafa fasta búsetu.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is