Rýnihópar nemenda
Rýnihópur starfar á hverju skólastigi, það er yngra- og eldrastig. Umsjónarkennarar draga út nöfn tveggja nemenda í hverjum bekk sem síðan starfa í rýnihópnum á skólaárinu, annar á haustönn og hinn á vorönn. Reiknað er með að allir nemendur komist einhvern tímann á skólagöngunni í rýnihóp. Með hverjum rýnihóp starfar einn aðili úr SMT-teyminu sem hópstjóri og/eða deildarstjórar.
Hlutverk nemendarýnihópa
Að rödd nemenda fái að hljóma og auka aðkomu þeirra og áhrif á skólastarfið.
Rýnihóparnir tengjast SMT-teymi og eineltisráði og koma upplýsingum og ábendingum til þeirra um það sem betur má fara og hvað er að ganga vel.
Fulltrúar í rýnihópum eiga að koma ábendingum frá bekknum sínum inn í rýnihópinn til umræðu. Hópstjóri kallar rýnihópinn saman. Fundargerð er skrifuð og undirrituð, nemendur úr hverjum árgangi skiptast á að vera fundarstjóri og ritari. Fundargerðir eiga að berast SMT–teyminu og eru teknar til umfjöllunar á fundum þess og stjórnenda.
Rýnihópar funda þrisvar á önn.