Nemendaskápar

Nemendur unglingadeildar geta fengið skápa til leigu. Gegn 2000 króna gjaldi er afhentur lykill að skáp í forstofu. Ársleigan er 1000 krónur sem fer til viðhalds á skápunum, en nemendur fá endurgreiddar 1000 krónur þegar þeir skila lykli. Skólaliði á unglingagangi hefur umsjón með leigu á skápunum.

Skólinn áskilur sér rétt til leitar í nemendaskápum ef nauðsyn krefur og nemendur geta hvenær sem er átt von á því að skápur þeirra verði skoðaður að þeim viðstöddum.

Ekki er tekin ábyrgð á fatnaði sem geymdur er í hillum í forstofum.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is