Spjaldtölvur

Í Öldutúnsskóla fá allir nemendur í 5.— 10. bekk spjaldtölvu til afnota.

Nemendur í 5.-7. bekk geyma spjöldin að mestu í skólanum. Spjöldin eru geymd í sérstökum skáp þar sem þau eru hlaðin yfir nótt og eru þannig tilbúin til notkunar þegar skóli hefst á morgnana. Kennarinn getur þó beðið nemendur um að taka spjaldið með heim ef þess þarf til að vinna ákveðin verkefni.
  
Nemendur í 8.-10. bekk fara með spjöldin heim í lok skóladags og koma með þau fullhlaðin næsta skóladag.
Mikilvægt er að spjaldið sé ávallt fullhlaðið í byrjun skóladags þar sem spjaldið er mikið notað í kennslu og áhættusamt er að hlaða það á göngum og í skólastofum. Spjöld og hleðslutæki hafa skemmst við það og þarf þá forráðamaður nemandans að útvega skólanum nýtt,(Samkvæmt 4. grein ipad samnings).

Við lok hvers skólaárs skila nemendur spjaldinu ásamt hleðslubúnaði inn til skólans til geymslu yfir sumarið.

Hér má nálgast Handbók foreldra um spjaldtölvur í skólastarfi Öldutúnsskóla.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is