Námsmat
Námsmatsstefna Öldutúnsskóla byggir á leiðarljósi skólans: VIRÐING – VELLÍÐAN – VIRKNI. Þessi gildi eiga að móta leiðir sem eru farnar í námsmati skólans og hefur endurskoðun og þróun námsmats verið mjög virk undanfarin ár í skólanum.
Megintilgangur námsmats er að örva nemendur, aðstoða þá við námið, kenna þeim að meta eigin frammistöðu og mæla sig við þau markmið sem sett eru. Námsmat þarf að vera leiðbeinandi, uppörvandi og uppbyggjandi.
Námsmat í hverjum árgangi er útlistað í bekkjarnámskrám. Þar kemur fram á hverju námsmatið byggist og hvernig það er útfært í hverri grein. Leitast er við að upplýsa foreldra sem oftast um framgang námsins hjá barni þeirra. Birting námsmatsins getur verið breytileg eftir árgöngum en allir nemendur fá einkunnir og umsagnir í lok anna. Við lok hvers skólaárs er prentað út sérstakt vitnisburðarblað með námsmati vetrarins.
Birting námsmats yfir veturinn er með margvíslegum hætti og og skipa verkefnabækur Mentor og námsmatsmöppur þar stærstan sess.
Verkefnabækur í Mentor: Mentor er upplýsingakerfi sem grunnskólar hafa nýtt sér í yfir 20 ár og er stöðugt að verða betra tæki fyrir skólastarfið. Það er æ betra að gera námsmatið gagnsætt, betur sundurliðað og aðgengi nemenda og foreldra að niðurstöðum símats er got.
Undir flipanum „námsmat“ er verkefnabók einkunnir úr könnunum eða kaflaprófum sem tekin eru yfir námstímann. Þar er einnig rúm fyrir umsagnir. Kennarar opna fyrir aðgang nemenda og foreldra jafnóðum og þeir færa inn mat á námi nemenda.
Námsmatsmöppur eru mikilvæg tæki til að efla námsmat og gera öllum enn betur kleift að fylgjast vel með framvindu námsins. Í möppuna er safnað því námsmati sem fram fer samkvæmt skipulagi viðkomandi kennara, s.s. prófum, verkefnum, sýnishornum af vinnu nemenda, skýrslum og matsblöðum. Söfnun þessara gagna á einn stað stuðlar að stöðugu og alhliða námsmati og reglulegu eftirliti með vinnu nemenda.
Í grunnskólalögum nr. 91/2008 í 27. grein er kveðið á um rétt nemenda og foreldra á upplýsingum um niðurstöður mats, matsaðferðir og matstæki. Sjá einnig reglugerðir um miðlun og meðferð upplýsinga um nemendur og rétt foreldra til aðgangs að upplýsingum um börn sín númer 897/2009 og 657/2011.
Hér er námsmatsstefna Öldtúnsskóla í heild