Heimanám

Markmið og tilgangur með heimanámi

  • Þjálfa og efla færni nemenda.
    Hjálpa nemendum að skipuleggja sig og skapa aðhald.
    Efla ábyrgð nemanda á námi sínu.
    Auka meðvitund foreldra um nám barna sinna.

Hlutverk nemenda

  • Efla samstarf heimila og skóla.
    Bera ábyrgð á sínu heimanámi.
    Skila heimanámsverkefnum vel unnum og á réttum tíma.

Hlutverk foreldra

  • Gæta þess að taka viðeigandi námsgögn heim til að hægt sé að ljúka heimanáminu..
    Vera jákvæð og skapa barninu góðar aðstæður fyrir heimavinnu.
    Sýna barninu stuðning og hvatningu.
    Aðstoða barnið sitt við að skipuleggja heimanámið.
    Fylgjast með heimanámi og sjá hvar hjálpar er þörf og hjálpa mátulega mikið.
    Kenna börnunum að taka sjálf ábyrgð á heimanámi sínu smám saman.

Áherslur heimanámsverkefna

  • Vera í góðu sambandi við skólann.
    Miðist við vinnu á virkum dögum.
    Miðist við áætlun fyrir hverja viku.
    Séu sniðin eftir aldri, styrkleika og getu hvers og eins.
    Efli og styrki nemendur.
    Auki meðvitund foreldra um nám barna sinna.
    Efli námstækni nemenda.

Leiðir að fjölbreyttu og skilvirku heimanámi

  • Tengi saman heimili og skóla.
    Heimanám taki mið af hefðbundnum jafnt sem óhefðbundnum verkefnum.
    Samræmi á viðfangsefnum heimanámsins innan hvers árgangs.
    Einstaklingsmiðun í heimanámi. Hafa hliðsjón af þeim sem þurfa sérstakan stuðning sem og bráðgerum nemendum.
    Markmið heimanáms þurfa að vera skýr og nemendur þurfa að vita til hvers er ætlast.

Í heimanámi getur falist:

  • Hefðbundin og óhefðbundin verkefni.
    Að nemendur undirbúi sig fyrir næstu kennslustund.
    Að nemendur ljúki verkefnum sem ekki tókst að ljúka í skóla.
    Samvinnuverkefni nemenda.

Skráning heimanáms í Mentor, vikuáætlun eða dagbók.
Nemendur fá endurgjöf og/eða einkunnir fyrir heimanám.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is