Vinahópar
Foreldrafélagið leggur áherslu á að vinahópar séu starfandi í sem flestum bekkjardeildum. Það hefur sýnt sig að að líkur á einelti minnka verulega þegar krakkarnir fá tækifæri til að kynnast hvort öðru í minni hópum heima hjá hvort öðru.
Vinahóparnir starfa þannig að 3-5 börn eru skipuð í hóp og þau skiptast á að heimsækja hvort annað í 2-3 tíma í senn. Mikilvægt er að krakkarnir leiki sér saman og miðað er við að halda kostnaði í lágmarki. Helstu markmið fyrir börn og foreldra með vinahópum eru eftirfarandi:
Helstu markmið fyrir börnin:
- Börnin tengist vináttuböndum
- Hafi leikið saman
- Skilji aðstæður félaganna
- Viti hvar félagarnir eiga heima
Helstu markmið fyrir foreldra:
- Kynnist félögum barna sinna
- Leiki sér með börnunum
- Kynnist foreldrum félaga barna sinna
Búið er að stilla upp svokölluðum "siðareglum fyrir vinahópa", en það eru leiðbeinandi reglur og hugmyndir fyrir foreldra.
Siðareglur vinahópa
Eftirfarandi er talið æskilegt og óæskilegt í vinaheimsóknum (athugið að þetta er ekki neinn tæmandi listi heldur bara til leiðbeiningar).
- Það er æskilegt að krakkarnir leiki sér öll saman - e.t.v. hjálpa að velja leiki.
- Það er æskilegt að sem flestir foreldrar komi að sækja börnin sín og spjalla.
- Það er æskilegt að foreldrar sem halda vinahóp spjalli við börnin í heimsókninni.
- Það er æskilegt að fara í útileiki.
- Það er æskilegt að sýna börnum í vinaheimsókn heimilið og kynna heimilisfólkið.
- Það er óæskilegt að bjóða upp á nammi - nema á nammidegi.
- Það er óæskilegt að spenna bogann hátt í veitingum. Þetta er ekki saumaklúbbur.
- Það er óæskilegt að börnin horfi á vídeo eða sjónvarp.
- Það er óæskilegt að börnin fari í bíó, skauta, keilu o.s.frv.
Hugmyndir að verkefnum/leikjum í vinahópum.
- Bakstur
- Spil
- Föndur
- Fjöruferð
- Göngutúrar