Stefna um foreldrasamstarf

Stefna Öldutúnsskóla um samstarf og samábyrgð heimila og skóla

Yfirmarkmið

 • Að stuðla að gagnkvæmu traustu og árangursríku samstarfi milli heimila og skóla. Slíkt samstarf felur í sér samráð og samvinnu um hegðun, umgengni innan skólans, skólabrag og áhersluatriði í skólastefnu.
 • Að stuðla að því að foreldrar/forráðamenn verði ávallt virkir þátttakendur í námi barnanna og vel upplýstir um starfsemi skólans.

1. Upplýsingastreymi

Markmið: Að gagnkvæm og virk upplýsingamiðlun sé á milli heimili og skóla.
Það verður gert með því að

 • Tryggja skilvirkar boðleiðir, m.a. með því að foreldrum sé ljóst til hvaða aðila innan skólans þeir eigi að snúa sér hverju sinni.

Boðleiðir

 • Hafa reglulega fundi skólastjórnar og foreldraráðs.
 • Sérstök fréttasíða Foreldrafélagsins í Öldubroti, fréttabréfi skólans.
 • Halda úti aðlaðandi og vel uppfærðri heimasíðu skólans og þar hafi foreldrafélagið sérstakan stað til að koma efni á framfæri.
 • Nota tölvur í samskiptum og tryggja að öll sú tækni sem þær hafa upp á að bjóða sé nýtt til að koma á gagnvirkri upplýsingagjöf milli heimili og skóla.
 • Hafa reglulega foreldraviðtöl og kynningarfundi.
 • Kynna vel viðtalstíma kennara og annarra starfsmanna.
 • Unnið eftir skipulögðu skráðu ferli varðandi móttöku foreldra og barna sem koma ný í skólann.
 • Foreldrum standi til boða að koma inn í skólann og fylgjast með almennri starfsemi, bekkjarkennslu í samráði við kennara.
 • Hafa reglubundnar viðhorfskannanir meðal foreldra um skólastarfið og veita upplýsingar um niðurstöðu þeirra.

2. Fræðsla og ráðgjöf

Markmið: Að leggja áherslu á fræðslu og ráðgjöf um uppeldis- og skólamál til foreldra.
Það verður gert með því að:

 • Skólasamfélagið (skólinn ásamt skólayfirvöldum og foreldrum) standi fyrir fræðslu um skólamál til foreldra og veiti upplýsingar um starfið í skólanum, kynni starfsáætlanir skólans og standi fyrir fræðslu um kennslu- og uppeldismál.
 • Ráðgjöf og stuðningur fyrir foreldra.
 • Foreldrar þekki og séu virkir þátttakendur, eftir því sem við á, í úrræðum sem gripið er til þegar upp komi vandamál s.s. einelti eða hegðunarvandamál.
 • Skipuleggja aðild foreldra að samstarfi skóla og félaga varðandi forvarnarstarf.

3. Félag foreldra innan skólans

Markmið: Að starfandi séu virkt foreldrafélag og foreldraráð og vænst virkrar þátttöku foreldra í skólastarfinu.
Það verður gert með því að:

 • Leggja áherslu á mikilvægi þátttöku allra foreldra í foreldrafélaginu í gegnum bekkjarfulltrúa.
 • Tryggja gott aðgengi að foreldrafélags og foreldraráðs að fréttabréfum og góðum upplýsingum á heimasíðu skólans.
 • Bjóða foreldrafélagi og, foreldraráði aðstöðu í skólanum fyrir fundarhöld og varðveislu bæði skriflegra og rafrænna gagna.
 • Hvetja til samstafs við sambærileg félög annarra skóla.

4. Nám og kennsla

Markmið: Að stuðla að því að foreldrar séu virkir þátttakendur í námi barna sinna.
Það verður gert með því að:

 • Að hlutverk og verkefni foreldra í samstarfi við skólann séu ávallt skýr.
 • Birta foreldrum vitnisburð á lýsandi og greinandi hátt.
 • Upplýsa foreldra um námsframvindu og félagslega stöðu með reglulegu millibili.
 •  Vinna sameiginlega að framgangi stefnu um heimanámið.
 • Vinna sameiginlega að framgangi forvarnarstefnu og endurskoða hana árlega.
 • Halda námskeið og fræðslufundi fyrir foreldra um árangursríkar aðferðir í námi.
 • Hvetja foreldra til þátttöku í skýrum og afmörkuðum verkefnum t.d. það sem varðar samskipti við atvinnulíf og aðrar stofnanir í samfélaginu.
 • Leggja áherslu á þátttöku foreldra við gerð áætlana varðandi úrvinnslu vandamála sem upp kunna að koma s.s. vegna eineltis og annarra áfalla.
 • Bjóða foreldrum að taka þátt í daglegu skólastarfi.
 • Gera foreldra meðvitaða um reglur innan skólans og að tryggja að sátt sé um þær.
 • Legga árlega mat á framkvæmd stefnunnar meðal foreldra og starfsmanna.

Samþykkt á aðalfundi Foreldrafélags Öldutúnsskóla haustið 2006. Metin og endurskoðuð maí 2008.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is