Foreldrarölt

Foreldrarölt Öldutúnsskóla

Á hverjum föstudegi yfir skólatímann sjá foreldrar í Öldutúnsskóla um að rölta til að athuga með börnin okkar og hvort þau séu úti eftir útivistartíma (e. kl 22).

Dagatal foreldraröltsins skólárið 2016-2017

Rölt er um hverfi Öldutúnsskóla og fylgst með hópamyndun barna og unglinga.
Fulltrúi foreldrafélagsins hefur samband við bekkjartengla úr viðkomandi bekk sem sér um að manna röltið.

Bekkjartenglar athugið:Þið eruð ábyrgir fyrir því að einhverjir úr ykkar bekk rölti. Það þýðir ekki endilega að þið þurfið sjálf að rölta. Virkið foreldrana í bekkjunum.

Allir bekkir manna röltið einu sinni yfir veturinn fyrir utan 9. bekk, þeir manna röltið tvisvar. Heimili og skóli mælir með að 4–5 séu að rölta í einu og er það bara skemmtilegra þegar eru fleiri og mikilvægt að við höldum hópinn en þannig erum við sýnilegri.

Vaktsvæði okkar afmarkast í stórum dráttum af skólahverfinu, þ.e. Reykjanesbraut / Strandgata / Lækjargata. Sérstaklega skal athuga við leikskóla, sjoppur, undirgöng og aðra staði sem líklegt er að hópamyndun verði.

Upplýsingar:

 • Röltið fer fram á föstudagskvöldum og tekur u.þ.b. 1 1/2 - 2 klst.
  Hist er við Öldutúnsskóla um klukkan 22:00.
  Góð regla er að láta Götuvitann vita að röltið í Öldutúnsskóla sé hafið með því að senda SMS í síma 664-5777. Eins að rölti loknu.
  ATH: Í bæklingi er gamalt símanúmer hjá lögreglunni – hringja á í 112 ef lögreglunnar er þörf.

Leiðbeiningar:

 • Röltið um hverfið og athugið hvort þig finnið hópa af börnum/unglingum.
 • Gott er að hafa samband við foreldrarölt annarra skólahverfa og vera í sambandi við þau, sérstaklega ef þið verðið vör við hópa sem fara úr okkar hverfi og í annað hverfi.
 • Börn og unglingar sem eru einir úti eftir útivistartíma reynum við að senda heim. Ef það gengur ekki er haft samband við lögreglu.
 • Látið börnin ekki vera afskiptalaus, það gefur þeim röng skilaboð að aðhafast ekki í málinu en við leysum aldrei vandamál með valdi. Ef við fáum vitneskju um ofbeldi eða vímuefnaneyslu látum við lögreglu vita.
 • Ef þið treystið ykkur ekki á eitthvert svæði en teljið ástæðu til að kanna það, hringið í lögregluna og óskið aðstoðar. Gott er að láta Götuvitann vita líka.
 • Vert er að gefa bílum gaum sem þið teljið tortryggilega, það gæti verið vísbending um landa- og fíkniefnasölu. Skynsamlegt er að skrifa niður bílnúmer. Þeim upplýsingum er komið áfram til forvarnardeildar lögreglunnar. Sendið upplýsingarnar í tölvupósti á foreldrarolt.oldutunsskoli@gmail.com

Ef unglingar eru drukknir á að hringja í lögregluna sem hefur samband við foreldrana.

Öll foreldralaus partý ber að tilkynna til lögreglu

Að loknu rölti:

 • Fylla út samantekt um röltið og senda á foreldrarolt.oldutunsskoli@gmail.com
  ATH blað til útfyllingar var sent í tölvupósti á bekkjartengla
 • Mikilvægt er að hafa í huga að við ræðum ekki málefni einstaklinga sem við hittum á foreldrarölti við óviðkomandi

 Gangi ykkur vel J

Kveðja

Stjórn foreldrafélags Öldutúnsskóla


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is