Foreldrafélag

Hlutverk foreldrafélagsins er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.

Félagar í foreldrafélaginu teljast allir forráðamenn nemenda í skólanum.

Stjórn foreldrafélagsins er kosin á aðalfundi félagsins sem er haldin byrjun skólaársins

Skólaráð: Tveir fulltrúar foreldra eru kosnir  í skólaráð, æskilegt er að einn þeirra sé einnig í stjórn foreldrafélagsins. Stjórn foreldrafélagsins í samráði við skólastjóra auglýsir eftir tilnefningum úr hópi foreldra í skólaráð.

Bekkjarfulltrúar starfa á vegum foreldrafélagsins sem setur þeim starfsreglur. Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar

Nánari upplýsingar í Handbók foreldrafélaga grunnskóla, gefin út af Heimili og skóli í april 2010


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is