Frístundaheimilið Selið

Frístundaheimilið Selið er opið frá því að skóladegi lýkur og til klukkan 17:00 alla virka daga. Selið er lokað í vetrarfríi skóla auk þess sem Selið lokar tvisvar yfir árið vegna skipulagsdaga.

Umsóknir um vistun fyrir barn eru gerðar gegnum rafræna viðverukerfið Vala (www.vala.is) eða Mínar síður á íbúagátt. Umsóknir fyrir haustönn þurfa að liggja fyrir um miðjan júní-mánuð, tilvonandi nemendur í fyrsta bekk fá forgangsúrvinnslu vegna haustannar ef umsóknir hafa borist á réttum tíma. Umsóknir fyrir vorönn þurfa að liggja fyrir um miðjan desember ár hvert. Hægt er að sækja um vistun eftir að önn er hafin, en þá ber að hafa í huga að aðeins er unnið úr umsóknum eins og aðstæður í frístund leyfa hverju sinni.

Í Selinu er börnum í 1.-4. bekk boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf og mikla útiveru. Skipulag hvers dags skiptist í leikstöðvar, útiveru, smiðjur, en auk þess fá börn fylgd í frístundaakstur sem keyrir þau á æfingar hjá íþróttafélögum bæjarins séu þau skráðir farþegar. Sér skráning er í frístundaaksturinn í Völu og hægt er að nýta hann óháð því hvort barn er í vistun eður ei.

Starfsveturinn 2021-22 eru nemendur í 1. bekk staðsettir í bláleitu útihúsi á gatnamótum Meolholts og Öldutúns, nemendur í 2. bekk dvelja í stofum 40 og 41 í skólanum, og nemendur í 3.-4. bekk dvelja í nýlegu útihúsi á skólalóð (við hlið þess bláleita).

Beinir símar eftir 13:00 eru

1. bekkur – 565-0332

2. bekkur – 664-5761

3.-4. bekkur – 664-5522

Deildarstjóri frístundaþjónustu er Kristján Hans Óskarsson. Sími 664-5712, netfang kristjan.oskarsson@oldutunsskoli.is

Verkefnastjóri er Axel Finnur Gylfason. Netfang axel.gylfason@oldutunsskoli.is


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is