
Skipulagsdagur og námssamtöl
Fimmtudaginn 28. janúar verður skipulagsdagur í Öldutúnsskóla. Þann dag mæta nemendur ekki í skólann. Frístundaheimilið Selið verður opið fyrir þá nemendur sem eru skráðir.
Þriðjudaginn 2. febrúar er námssamtalsdagur. Samtölin verða rafræn, nemendur og foreldrar heima en kennarar í skólanum. Í námssamtölum er farið yfir námsmat, félagslega stöðu og hegðun. Námssamtölin eru afar mikilvægur hlekkur í samstarfi heimilis og skóla. Frístundaheimilið Selið verður opið á námssamtalsdegi fyrir þá nemendur sem eru skráðir.
Nánari upplýsingar um þessa daga verða sendar heim til foreldra í næstu viku.
...meira
Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur
Búið er að opna fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Hægt er að fara hér inn til að sækja um styrk.
Verkefnið hefur það að markmiði að jafna tækifæri þeirra fjölskyldna sem tekjulægri eru til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Umsóknarfrestur rennur út 1. mars 2021. Hægt er með mjög auðveldum hætti að kanna rétt til styrks á Island.is
Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005 – 2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á tímabilinu mars – júlí 2020. Styrkurinn er 45.000 kr. á hvert barn. Styrkina er hægt að nota til niðurgreiðslu á þátttökugjöldum vegna íþróttaiðkunar, tónlistarnáms eða annarra tómstunda.
Hér má nálgast frekari upplýsingar.
...meira
Hefðbundið skólastarf fer vel af stað
Ýmsum sóttvarnaaðgerðum var aflétt þann 6. janúar sl. Stærsta breytingin var sú að nemendur mættu þann dag skv. hefðbundinni stundaskrá. Nemendur geta nú mætt í íþróttir, sund, valgreinar, farið í matsal og fleira. Félagsmiðstöðin opnaði aftur og starfsemi frístundaheimilisins Selsins komst í eðlilegt horf.
Þessir fyrstu dagar í hefðbundnu skólastarfi hafa gengið ljómandi vel og við finnum á börnunum að þau eru afar ánægð að geta nú m.a. aftur mætt í smiðjur, valgreinar og hitt vini í frímínútum og matsal.
Við minnum samt áfram á það að þetta er ekki alveg búið og mikilvægt að huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Saman komumst við í gegnum þetta.
Við erum öll Almannavarnir!
...meiraÁherslur í skólastarfi

Grænfáninn
Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.
...meira
SMT skólafærni
SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.
Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is