14.6.2021 : Hafið það gott í sumar

Starfsmenn Öldutúnsskóla þakka nemendum og foreldrum kærlega fyrir gott og gefandi samstarf á liðnu skólaári.

Vonum að þið hafið það einstaklega gott í sumar.

Skólasetning verður þriðjudaginn 24. ágúst

...meira

14.6.2021 : Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Öldutúnsskóla er opin til og með 16. júní. Opnar aftur mánudaginn 9. ágúst.

Opnunartími er frá 08:00 – 15:00.

...meira

11.6.2021 : Styrkur til Öldutúnsskóla

Öldutúnsskóli hlaut styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar nú á dögunum til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu að upphæð 150.000 kr. Við erum afskaplega lukkuleg og þakklát fyrir það. Sjóðurinn sem við sóttum í er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga á forritunarmenntun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins.

Í vetur höfum við verið að fikra okkur áfram í kennslu þegar kemur að forritun og tækni í skólastarfi. Sphero og Micro:bit hefur verið nýtt ásamt vefsíðum sem kenna okkur grunnatriðin í forritun. Við höfum einnig verið að kynna krökkunum fyrir möguleikum á notkun grænskjá í myndböndum og einnig notkun á mismunandi forritum eins t.d. Stop Motion, Clips og Imovie.

Krakkarnir eru spenntir og við full af tilhlökkun að halda áfram á þessari vegferð.

...meira

10.6.2021 : Skólaslit nemenda í 1. – 9. bekk

Skólaslit nemenda í 1. – 9. bekk fóru fram fimmtudaginn 10. júní. Nemendur mættu fyrst á sal þar sem þeir hlustuðu á ávarp skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Að lokinni athöfn á sal var farið í heimastofur þar sem nemendur fengu vitnisburð vetrarins.

Vegna sóttvarnaaðgerða mátti einungis einn forráðamaður mæta með hverju barni.

Starfsmenn Öldutúnsskóla þakka nemendum og foreldrum kærlega fyrir gott og gefandi samstarf í vetur. Hlökkum til að sjá ykkur fersk og endurnærð í haust.

Hér má nálgast myndir frá skólaslitum.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is