2.6.2023 : Árshátíð Öldutúnsskóla.

Á fimmtudaginn 25. maí var haldin hin árlega árshátíð Öldutúnsskóla. Það var vel mætt og byrjaði árshátíðin á mat frá Mandi og var síðan sýnt árhátíðarmyndbandið sem nemendur úr 10. bekk sáu um. Seinna um kvöldið var haldið ball þar sem Dí Jay Fóstbræður stigu á svið, sem samanstendur af nokkrum nemendum úr 10. bekk og mætti síðan Erpur einnig þekktur sem BlazRoca á svið og tryllti liðið.

...meira

31.5.2023 : Skólaslit og útskrift

Útskrift nemenda í 10. bekk

Útskrift nemenda í 10. bekk fer fram þriðjudaginn 6. júní. Athöfnin verður í sal Flensborgarskólans og hefst klukkan 16:30. Að lokinni athöfn er útskriftarnemendum og gestum boðið uppá léttar veitingar og samveru í Öldutúnsskóla.

Skólaslit nemenda í 1. – 9. bekk

Skólaslit nemenda í 1. – 9. bekk verða miðvikudaginn 7. júní. Nemendur mæta í sína heimastofu a.m.k. 5 mínútum fyrir athöfn á sal. Athafnir á sal eru sem hér segir:

  • 1. bekkur kl. 08:15
  • 2. bekkur kl. 08:45
  • 3. bekkur kl. 09:15
  • 4. bekkur kl. 09:45
  • 5. bekkur kl. 10:30
  • 6. bekkur Kl. 11:00
  • 7. bekkur kl. 11:30
  • 8. bekkur kl. 12:00
  • 9. bekkur kl. 12:30

Að lokinni stuttri athöfn á sal fara nemendur með sínum umsjónarkennurum í heimastofur. Foreldrar eru hvattir til að mæta með nemendum á skólaslitin.

...meira

24.5.2023 : Umhverfisdagur á föstudaginn

Árlegur umhverfisdagur Öldutúnsskóla verður föstudaginn 26. maí. Nemendur njóta útvistar hér og þar í landi Hafnarfjarðar. Nemendur mæta í skólann klukkan 08:10 og eru búnir 11:15. Frístundaheimilið Selið opnar þá fyrir þá nemendur sem eru skráðir.

Vakin er athygli á því að veðurspá er ekki sérlega góð og því þurfa nemendur að koma klæddir eftir veðri.

...meira

22.5.2023 : Skipulag skólastarfs vegna boðaðra verkfalla

Aðildarfélagar BSRB sem starfa í grunnskólum og frístundaheimilum, skóla- og frístundaliðar, skólaritarar, umsjónarmenn fasteigna og aðrir sem eru í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar hafa boðað til verkfalls sem hér segir:

  • Frá og með kl. 00:00 mánudaginn 22. maí til kl. 12:00 sama dag.
  • Frá og með 00:00 þriðjudaginn 23. maí til kl. 12:00 sama dag.
  • Frá og með kl. 00:00 miðvikudaginn 24. maí til kl. 23:59 sama dag.

Enginn má ganga í störf þessa starfsfólks nema skólastjóri. Komi til vinnustöðvunar verða grunnskólar Hafnarfjarðarbæjar opnir sem hér segir:

  • Mánudagur 22. maí. Skólastarf skv. stundaskrá frá 12:00. Frístundastarf og opnun félagsmiðstöðva er óbreytt.
  • Þriðjudagur 23. maí. Skólastarf skv. stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar og samkvæmt stundaskrá frá kl. 12:00. Ekkert skólastarf er eftir fyrstu tvær kennslustundirnar fram til kl. 12:00. Frístundastarf og opnun félagsmiðstöðva er óbreytt.
  • Miðvikudagur 24. maí. Skólastarf skv. stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar og ekkert skólastarf eftir það. Frístundaheimili eru lokuð. Starfsemi félagsmiðstöðva er óbreytt.

Ljóst er að verkfallið hefur áhrif á gæslu, matmálstíma og stuðning við einstaka nemendur. Símsvörun verður skert á meðan á verkfalli stendur.

Verði verkfalli aflýst er skólastarf með óbreyttum hætti.

Foreldrar og forsjáraðilar eru hvattir til að fylgjast vel með gangi mála.

Skólastjórnendur grunnskóla Hafnarfjarðar.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is