
Netumferðarskólinn - Skjánotkun og samfélagsmiðlar
Foreldrafélag Öldutúnsskóla kynnir fyrirlestur um skjánotkun og samfélagsmiðlanotkun. Fyrirlesturinn verður 28. nóvember kl. 20 á sal Öldutúnsskóla.Hvað segja rannsóknir okkur um stöðuna á miðlanotkun barna á Íslandi í dag? Skúli Bragi Geirdal fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd fer hér yfir atriði í stafrænu umhverfi sem beri að varast auk þess að gefa góð ráð varðandi notkun barna á skjátækjum og samfélagsmiðlum.
...meira
Líðanfundir
Þessar vikurnar eru líðanfundir í Öldutúnsskóla. Foreldrar eru boðaðir til morgunfundar ásamt öðrum foreldrum úr bekknum.
Markmiðið með þessum fundum eru meðal annars að:
- efla samstarf heimila og skóla
- styrkja tengsl meðal foreldra
- ræða líðan og félagslega stöðu barnanna
Á fundunum sitja foreldrar í hring eins og nemendur gera á bekkjarfundum og hver og einn fær tækifæri til að tjá sig og hlusta á hina.
Þetta er vettvangur fyrir foreldra til að hittast og ræða í einlægni við aðra foreldra um líðan barna sinna í skólanum og er því afar mikilvægt að fulltrúi frá hverju barni mæti.
Fundirnir hefjast kl. 8:10 í umsjónarstofu barnsins og taka um eina kennslustund.
Umsjónarkennarar sjá um að senda út fundarboð.
...meira
Íslenska sem annað tungumál
Anna Sveinsdóttir og Guðný Hilmarsdóttir kenna íslensku sem annað tungumál við Öldutúnsskóla og eru einnig í Ísbrú sem er hagsmunafélag fyrir kennara þessarar námsgreinar. Guðni Th. Jóhannesson hélt viðburð á Bessastöðum í tilefni af degi íslenskrar tungu og bauð félagsmönnum Ísbrúar í kaffi, kleinur og pönnukökur og þakkaði kennurunum þannig sitt góða starf. Hann talaði um sína persónulegu upplifun af náminu í gegnum eiginkonu sína Elizu Reed, mikilvægi starfsins og þær áskoranir og tækifæri sem við, sem þjóð, stöndum fyrir með auknum fjölda íbúa af erlendum uppruna. Hann minntist einnig á mikilvægi þess að tala íslenskuna ekki niður, hún væri ekki óyfirstíganleg og að við ættum að hjálpa nýjum íbúum að læra tungumálið með því að nota íslenskuna í samræðum.
...meiraÁherslur í skólastarfi

Grænfáninn
Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.
...meira
SMT skólafærni
SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.
Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is