
Rannveig Þorvaldsdóttir er látin
Rannveig Þorvaldsdóttir, kennari í Öldutúnsskóla, lést í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn 20. febrúar sl. eftir rúmlega tveggja ára baráttu við krabbamein.
Rannveig hóf störf í Öldutúnsskóla í ágúst 2004. Hún fór í veikindaleyfi í september 2018 og hófst þá erfið barátta við krabbameinið. Á síðasta skólaári mætti hún svo brött til vinnu um mitt skólaár, bjartsýn á að framundan væru betri tímar. En því miður varð það ekki raunin.
Stærðfræði var hennar aðalkennslugrein og kenndi hún hana á unglingastigi. Rannveig var ekki bara góður stærðfræðikennari, hún var einnig frábær umsjónarkennari. Lagði sig fram um að kynnast umsjónarnemendum sínum og fylgjast vel með líðan þeirra. Var alltaf til taks ef nemendur vildu ræða við hana. Þeim þótti afar vænt um Rannveigu þar sem þeir fengu frá henni hlýju og væntumþykju.
Nemendur sjá nú á eftir frábærum kennara og starfsmenn sjá á eftir yndislegum samstarfsfélaga og vini
Útför Rannveigar fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 1. mars. Athöfnin hefst klukkan 13:00. Vegna fjöldatakmarkana verður athöfninni einnig streymt á netinu.
Blessuð sé minning Rannveigar Þorvaldsdóttur.
...meira
Kökukeppni Öldunnar
Í síðustu viku fór fram kökukeppni Öldunnar hjá miðdeildinni. Keppnin var hin allra glæsilegasta hjá öllum árgöngum. Veitt voru verðlaun fyrir besta bragið, flottustu kökuna og frumlegustu kökuna.
Þátttakan var mjög góð en í heildina voru yfir 40 kökur lagðar fyrir dómnefndina, sem samanstóð af nokkrum vandvirkum nemendum úr unglingadeild. Krakkarnir tóku þátt bæði sem einstaklingar og í liðum.
...meira
Vetrarfrí og skipulagsdagur
Mánudaginn 22.02. og þriðjudaginn 23.02. er vetrarfrí í Öldutúnsskóla. Miðvikudaginn 24.02. er skipulagsdagur. Það er frí hjá nemendum þessa daga. Frístundaheimilið Selið er einnig lokað þessa þrjá daga. Nemendur mæta svo aftur skv. stundaskrá fimmtudaginn 25. febrúar.
Fjölskyldur eru hvattar til að nota þessa frídaga til samveru og útiveru.
...meira
Innleiðing á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Þann 27. mars 2019 undirrituðu Bergsteinn Jónsson, framkvæmdarstjóri UNICEF á Íslandi, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar samstarfssamning, en með honum hóf Hafnarfjarðarbær vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hafnarfjarðarbær stefnir að því að hljóta viðurkenningu fyrir barnvænt samfélag UNICEF á Íslandi.
Með innleiðingu Barnasáttmálans samþykkir sveitarfélagið að nota Barnasáttmálann sem rauðan þráð í gegnum alla starfsemi sína. Segja má að starfsmenn og stjórnmálamenn sveitarfélagsins setji upp ,,barnaréttindagleraugu“ og rýni og skoði verk- og ákvarðanaferla með hliðsjón af sáttmálanum.
...meiraÁherslur í skólastarfi

Grænfáninn
Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.
...meira
SMT skólafærni
SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.
Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is