5.5.2021 : Bæjarstjórn unga fólksins – Ungt fólk til áhrifa!

10. bekkur tók þátt í verkefninu „Bæjarstjórn unga fólksins – Ungt fólk til áhrifa“ í Hafnarborg í tengslum við samfélagsfræðikennslu. Nemendur fengu fyrst leiðsögn á myndlistarsýninguna Töfrafundur með verkum Ólafs Ólafssonar og Libiu Castro, þar sem skoðað er hvernig stjórnarskrá og tjáningafrelsi eru undirstaða lýðræðis í íslensku samfélagi.

Nemendur tóku einnig þátt í hlutverkaleiknum Bæjarstjórn unga fólksins þar sem þeim gafst tækifæri til að setja sig í hlutverk bæjarfulltrúa í einn dag. Krakkarnir fengu að vinna með eigin hugmyndir í gegnum hlutverkaleikinn með starfsháttum og verkferlum í takt við samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar.

Skemmst er frá því að segja að krakkarnir stóðu sig með mikilli prýði, komu fram með margar flottar hugmyndir og síðast en ekki síst skemmtu sér konunglega.

...meira

5.5.2021 : Reglur um hjól, hlaupahjól og bifhjól

Hér má nálgast þær reglur sem gilda um hjól, hlaupahjól og bifhjól í Öldutúnsskóla.

...meira

4.5.2021 : Útileikjastjörnustund

Það hefur verið blíða síðustu daga og hafa nemendur í 3. bekk nýtt sér góða veðrið. Í útikennslutímanum fórum þeir á ærslabelginn á Holtinu og skemmtu allir sér mjög vel. Einnig var komið að stjörnustund og var ákveðið að hafa leikjastund úti. Nemendur lærðu nokkra nýja leiki m.a. brennó og að verpa eggjum.

...meira

30.4.2021 : Samræður um hugtök

Í lífsleikni hjá 6. bekk vorum við að vinna með hugtökin kyn, kvenleiki, karlmennska, kynhneigð, kynvitund, rasismi, kynhneigð, tjáningarfrelsi, mannréttindi, fordómar og femínismi. Við hengdum upp blöð á mismunandi stöðum í skólastofunum og nemendur gengu á milli þeirra. Í hverjum hóp voru 3-4 nemendur sem veltu hugtökunum fyrir sér. Þau ræddu hvað þau héldu að orðin þýddu og hvað þau merktu fyrir þeim. Þau skrifuðu á blöðin það sem þau töldu að útskýrði orðið best. Þau höfðu spjaldið með sér og gátu leitað á netinu eftir upplýsingum ef þau voru óviss um merkingu orðsins. Þegar allir hópar höfðu skrifað á öll blöðin tókum við saman hvað kom fram í hverju hugtaki og ræddum saman hvert hugtak fyrir sig og fengum dýpri skilning á þeim. Virkilega skemmtilegar umræður mynduðust varðandi hugtökin og krakkarnir höfðu svo sannarlega miklar skoðanir á hvað þeim þótti um þessi hugtök. Frábært að sjá og heyra hvað nemendur voru opnir, umburðarlyndir og fordómalausir

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is