27.11.2020 : Lesa og njóta

Það var kærkomið að fá nemendur í heimsókn á bókasafnið á ný. Í vikunni hafa kennsluhólfin komið á safnið og fengið bækur að láni. Enda hvað er betra á þessum tímum enn að fá sér bók í hönd og lesa og njóta. Muna bara líka að vera duglega að þvo og spritta, því við erum öll almannavarnir.

...meira

26.11.2020 : Vel sóttir fjarfundir með foreldrum

Stjórnendur boða til opinna fjarfunda með foreldrum næstu daga. Fyrstu fundirnir voru í þessari viku og tókust þeir einstaklega vel. Fundirnir voru vel sóttir og góðar umræður.

Markmið fundanna eru að efla tengsl heimilis og skóla. Á þessum Covid tímum er aðgengi foreldra að skólanum takmarkað og því mikilvægt að halda þeim vel upplýstum um skólastarfið og gefa þeim tækifæri til að ræða mál skólans eða árgangsins.

Hér má nálgast nánara skipulag þessara funda.

...meira

25.11.2020 : Röskun á skólastarfi - leiðbeiningar uppfærðar

Leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi sökum veðurs hafa verið uppfærðar og í þeim er nú unnið samkvæmt viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Leiðbeiningarnar, sem gefnar hafa verið út á íslensku, ensku og pólsku, fela í sér tilmæli um viðbrögð og hlutverk foreldra/forsjáraðila barna í skólum og frístundastarfi þegar veðurviðvaranir eru gefnar út. Leiðbeiningarnar eiga við "yngri börn" þ.e. börn yngri en 12 ára. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur verið falið af sveitarfélögunum á svæðinu að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar ef á þarf að halda, eftir atvikum í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna hér.

...meira

25.11.2020 : Hnattræn hlýnun

Krakkarnir í 4.L eru búin að vera að læra og ræða um hnattræna hlýnun. Afhverju á hún sér stað, hvað gerist og hvað er að valda því að jörðin okkar er að hlýna svona mikið. Hvað er það sem veldur þessum loftlagsbreytingum? Þau ræddu um áhrifavaldana eins og mengun, rusl, kjötneyslu, rafmagn, stórar verksmiðjur og margt fleira. Þau gerðu hópverkefni út frá spurningunni "Hvað getum við gert til að minnka mengun og draga úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar?"

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is