19.1.2022 : Lestur er lífsins leikur

Krakkarnir í 1. bekk hafa í vetur komið í sögustundir á bókasafnið okkar í hverri viku. Þá les Þóra fyrir þau og síðan er kíkt í bækur í rólegheitum.  Í þessari viku fengu nemendur síðan að velja sér bók til að hafa í stofunni sem þau munu síðan glugga í þegar tími er fyrir yndislestur.  

Ýtið á meira til að sjá fleiri myndir af flottum lestrarhestum.

...meira

19.1.2022 : Skipulagsdagur 24. janúar

Mánudaginn 24. janúar er skipulagsdagur í Öldutúnsskóla. Þann dag er ekki skóli hjá nemendum. Selið er opið fyrir þá nemendur sem eru skráðir þennan skipulagsdag. Hefðbundin opnun verður í félagsmiðstöð þennan dag.

Nemendur mæta svo aftur í skólann skv. stundaskrá þriðjudaginn 25. janúar.

...meira

14.1.2022 : Sóttvarnir og staðan í Öldutúnsskóla

Eins og kynnt var á fundi í hádeginu þá eru óbreyttar sóttvarnareglur í skólum. Við höldum því okkar striki. Meginreglurnar eru þær að 50 nemendur geta verið í sama rými, 20 starfsmenn geta verið í sama rými, grímuskylda á starfsmenn í opnum rýmum og ef ekki tekst að viðhafa 2 metrum frá öðru starfsfólki og nemendum, nemendur eru undanþegnir fjöldatakmörkunum á göngum og í frímínútum. Búið er að opna matsalinn og skipta honum í þrjú hólf. Spritt er aðgengilegt í öllum rýmum skólans o.fl.

Reglurnar gilda til 2. febrúar nk.

Staðan í Öldutúnsskóla í dag

Róðurinn hefur aðeins þyngst þessa viku en þó hefur okkur tekist að halda úti nokkuð eðlilegu skólastarfi.

Staðfest Covid-19 smit frá lok des. 2021.

  • 27 nemendur (Samtals 53 frá ágúst).
  • 12 starfsmenn (Samtals 13 frá ágúst).

Sóttkví í janúar.

  • 132 nemendur (Samtals 154 frá ágúst).
  • 7 starfsmenn (Samtals 8 frá ágúst).

Auk þess hafa rúmlega 200 nemendur og 25 starfsmenn þurft að fara í smitgát.

...meira

14.1.2022 : #takkcovid

Nemendur í 10. bekk veltu fyrir sér jákvæðum hliðum heimsfaraldursins og hvað hægt var að gera, þökk sé Covid. Vinnan er byggð á verkefninu Þökk sé Covid: varðveiting á jákvæðum afleiðingum heimsfaraldurs. Nemendur skoðuðu Instagramsíðu verkefnisins https://www.instagram.com/takkcovid/ og ræddu síðan saman í hópum hvaða jákvæðu atburðir, tækifæri og verkefni stóðu upp úr. Hér má sjá nokkur dæmi og frásagnir frá nemendum. 

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is