
Afmælisblað Öldutúnsskóla
Öldutúnsskóli varð 60 ára á nýliðnu skólaári. Það var afmælishátíð hér í skólanum í október. Í tilefni af afmæli skólans var núna á vordögum gefið út afmæliblað.
Hér er hægt að nálgast blaðið.

Sumarfrí
Nemendur Öldutúnsskóla eru komnir í sumarfrí. Þeir mæta aftur í skólann á skólasetningu þriðjudaginn 23. ágúst.
Skrifstofa skólans er lokuð frá 20.06. til og með 05.08. Opnar aftur mánudaginn 8. ágúst. Ef það þarf að ná á einhverjum í skólanum utan opnunartíma skrifstofu, hafa samband beint við skólastjóra í tölvupósti eða síma.
Starfsmenn Öldutúnsskóla þakka kærlega fyrir samstarfið í vetur. Hafið það gott í sumar.
...meira
Skólaslit
Nemendur í 1. – 9. bekk mættu á skólaslit í dag. Eftir stutta athöfn á sal fóru nemendur með sínum umsjónarkennara í heimastofu. Þar var stutt kveðjustund. Að lokinni athöfn og kveðjustund héldu nemendur kátir og glaðir út í sumarið.
Starfsmenn Öldutúnsskóla þakka nemendum og foreldrum kærlega fyrir veturinn. Vonum að þið hafið það öll gott í sumar.
...meira
Útskrift í 10. bekk
Það voru 59 nemendur sem útskrifuðust frá Öldutúnsskóla miðvikudaginn 8. júní. Útskriftarathöfnin fór fram í sal Flensborgarskólans. Athöfnin var mjög hátíðleg og skemmtileg. Skólastjóri var með ávarp, fulltrúi nemenda sagði nokkur orð, atriði frá umsjónarkennurum, tónlistaratriði og viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi árangur. Að lokinni athöfn var boðið til kaffisamsætis í Öldutúnsskóla.
Fjölmargir gestir fylgdu útskriftarnemendum á þessa hátíð.
Starfsmenn Öldutúnsskóla óska útskriftarnemendum hjartanlega til hamingju með þennan áfanga og óskum við þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Hér má nálgast fleiri myndir frá útskriftinni.
...meiraÁherslur í skólastarfi

Grænfáninn
Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.
...meira
SMT skólafærni
SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.
Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is