3.12.2021 : Jólakaffihús

Í dag buðu krakkarnir í 10. bekk uppá jólakaffihús fyrir nemendur miðdeildar og unglingadeildar. Þar var í boði ýmislegt góðgæti á vægu verði. Þetta er liður í fjáröflun fyrir útskriftarferðar árgangsins. Allir nutu jólastemmingarinnar og góðra veitinga.  

...meira

2.12.2021 : Smíðastofan

Margir fallegir munir verða til í smíðastofunni. Ýtið á meira til að sjá fleiri myndir.

...meira

26.11.2021 : Tyrkjaránið og Breakout Edu

Í samfélagsfræði hafa nemendur í 7.bekk verið að læra um Tyrkjaránið. Farið var vel yfir söguna og nemendur unnu síðan tveir og tveir saman og gerðu stop motion myndbönd úr völdum köflum Tyrkjaránsins. 

Lokaverkefnið þeirra var svo í gær þegar nemendur tókust á við Breakout Edu þrautir úr námsefninu. Breakout Edu svipar til "escape" leikja. Nemendur standa frammi fyrir vanda sem þeir þurfa að leysa með því að ráða fram úr vísbendingum í sameiningu og ná að opna kassa áður en tíminn rennur út. Mismunandi lásar eru á kassanum eins og talnalásar, orðalás og lás með höfuðáttunum. 

Nemendur vinna saman að því að átta sig á vísbendingunum og lausnunum. Unnið er í hópum og eflir Breakout samvinnu, samskiptahæfni og þrautseigju ásamt því að efla þrautalausnahugsun og ályktunarhæfni. 

Breakout Edu er stórskemmtileg viðbót í verkefnavinnu nemenda og voru allir nemendur virkir og höfðu virkilega gaman af.

...meira

23.11.2021 : Staðan varðandi smit

Það er afar brýnt að halda skólasamfélaginu upplýstu þegar kemur að smitum í Öldutúnsskóla.

Eins og staðan er í dag þá hefur ekki komið upp staðfest smit innan skólans í tæpar 2 vikur. Samtals frá skólabyrjun í haust hafa 30 nemendur greinst jákvæðir, þar af 22 í október og nóvember. Langflestir hafa greinst jákvæðir í sóttkví. Smitrakning hefur því gengið vel það sem af er og okkur hefur tekist að halda úti nokkuð eðlilegu skólastarfi.
Umræðan í fjölmiðlum undanfarna daga hafa verið á þá leið að efast sé um að skólastjórnendur hafi heimild að setja börn í sóttkví og smitgát og fleira í þeim dúr. Hér eru útskýringar sóttvarnalæknis á þessu.

Við í Öldutúnsskóla tökum öllum sóttvörnum alvarlega og vinnum að smitrakningu í samræmi við þær reglur sem eru í gildi. Hingað til hefur þetta gengið vel og það er fyrst og fremst foreldrum, nemendum og starfsmönnum að þakka að við höfum náð vel utan um þetta.

Foreldrar eru hvattir til að hafa samband ef það eru einhverjar spurningar. Við tökumst á við þetta saman.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is