7.12.2023 : Sund og stærðfræði

Í skólasundi þessa vikuna erum við að vinna með sund, hópefli, samvinnu og stærðfræði. Nemendum er skipt í lið, þar sem þau synda út í laug og sækja peninga sem eru á botni laugarinnar. Peningarnir gilda mis mörg stig og gengur leikurinn út á að liðið þarf að vera klókt saman og finna bestu peningana til að fá sem flest stig.

...meira

7.12.2023 : Þjónusta við samfélagið

Eins og undanfarin ár ætlum við í Öldutúnsskóla að láta gott af okkur leiða og styrkja Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar fyrir jólin. Í stað þess að vera með pakkaleik er nemendum boðið upp á að koma með umslag með frjálsu framlagi. Umsjónarkennarar taka á móti umslögunum og þurfa þau að berast í síðasta lagi mánudaginn 18. desember.

...meira

6.12.2023 : Rauðhetta og Jólakötturinn

Leiklistarvalið í unglingadeild er nýtt af nálinni. Þann 1. desember frumsýndum við fyrsta leikverkið okkar af vonandi mörgum fleirum. Fyrir valinu var örsýningin Rauðhetta og Jólakötturinn. Leikarar og kennarar stílfærðu gamla góða ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn og settu það í jólabúning. Nemendur í 1. - 4. bekk fengu að njóta afrakstursins, sem heppnaðist afskaplega vel.

Leiklist er gefandi, þroskandi og hörku vinna, við kennarar vonumst til þess að þetta val festi sig í sessi hér í Öldutúnsskóla um ókomin ár.

...meira

5.12.2023 : Jólakaffihús

Um daginn opnuðu krakkarnir í 10. bekk jólakaffihús fyrir nemendur í mið- og unglingadeild. Þetta er liður í fjáröflun nemenda fyrir útskriftarferð í vor. Boðið var uppá allskonar heimabakaðar kræsingar.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is