22.10.2021 : Stjörnustund

Nemendur í 4.bekk hafa verið duglegir að safna stjörnum undanfarið og komið var að fyrstu stjörnustundinni í vetur. Nemendur máttu því koma með dót að heiman til að leika með í skólanum. Ýtið á "meira" til að sjá  myndir frá skemmtilegri dótastjörnustund hjá þeim.

...meira

20.10.2021 : Vel heppnaður afmælisdagur

Öldutúnsskóli fagnaði 60 ára afmæli í dag. Þann 20. október árið 1961 var byrjað að kenna í tveimur kennslustofum. Í lok þess árs voru rúmlega 200 nemendur í skólanum. Í dag eru 620 nemendur í skólanum.

Nemendur og starfsmenn héldu uppá afmælið í dag með söng og almennri gleði. Friðrik Dór mætti og söng fyrir afmælisgestir, nemendur og starfsmenn fengu góðar veitingar og haldið var upp á afmælið í kennslustofum. Í lok dags var stuttur göngutúr um hverfið.

Við óskum okkur öllum til hamingju með daginn!

Hér má nálgast myndir frá afmælisveislunni.

...meira

18.10.2021 : Öldutúnsskóli 60 ára

Miðvikudaginn 20. október er Öldutúnsskóla 60 ára. Þennan dag ætlum við að gera okkur glaðan dag. Nemendur verða með afmælisveislu í heimastofum, Friðrik Dór kemur og syngur fyrir nemendur og starfsmenn og svo verður gengið aðeins um hverfið í lok dags. Nemendur fá afmælisköku og pizzu.

Í dag og á morgun verður skólinn skreyttur í tilefni dagsins.

Hér má nálgast upplýsingar um sögu skólans.  

...meira

18.10.2021 : Sjókæjak

Útivistarvalið heimsótti Siglingaklúbbinn Þyt og fékk kynningu á sjókæjak. Eftir fræðsluna fengu nemendur að fara út á sjó og prófuðu að róa á kæjak og skemmtu allir sér mjög vel. 

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is