1.12.2022 : Eyland

Seinustu vikur hafa nemendur í 10. bekk í íslensku verið að lesa og gera verkefni úr bókinni Eyland eftir Sigríði Hagalín. Í tilefni þess kom Sigríður í heimsókn til okkar þar sem hún las úr bók sinni og svaraði spurningum nemenda. Margar skemmtilegar og áhugaverðar spurningar litu dagsins ljós og nemendur og kennarar ánægðir með heimsóknina.

...meira

30.11.2022 : Lestrarstund við kertaljós

Í tilefni Norrænar bókmenntaviku bauð Þóra á bókasafninu krökkunum í 1. -7. bekk upp á huggulega sögustund við kertaljós í rökkrinu.

Norræn bókmenntavika er verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrannalöndum.

Norræna bókmenntavikan skiptist í tvo þætti: annars vegar Morgunstund - upplestur fyrir börn og hins vegar Rökkurstund - upplestur fyrir fullorðna.

Í ár var bókin Ef þú hittir björn lesin. Bókin er frábært dæmi um norrænt myndabókarsamstarf. Daninn Martin Glaz Serup og finnsk-sænska Malin Kivelä sömdu textann og finnsk-sænska Lind a Bondestam gerði myndskreytingarnar. Með stórum skammti af hlýjum húmor spyr myndabókin spurningarinnar hvað eigi að gera ef maður hittir björn.

...meira

25.11.2022 : Rithöfundar í heimsókn

Gunnar Helgason og Ævar vísindamaður komu til okkar í vikunni og lásu upp úr bókum sínum. Gunnar Helgason fyrir nemendur á miðstigi og Ævar vísindamaður fyrir nemendur í unglingadeild.

...meira

24.11.2022 : Líðanfundir

Þessar vikurnar eru líðanfundir í Öldutúnsskóla. Foreldrar eru boðaðir til morgunfundar ásamt öðrum foreldrum úr bekknum/árganginum.

Markmiðið með þessum fundum eru meðal annars að:

  • efla samstarf heimila og skóla
  • styrkja tengsl meðal foreldra
  • ræða líðan og félagslega stöðu barnanna

Á fundunum sitja foreldrar í hring eins og nemendur gera á bekkjarfundum og hver og einn fær tækifæri til að tjá sig og hlusta á hina.


Þetta er vettvangur fyrir foreldra til að hittast og ræða í einlægni við aðra foreldra um líðan barna sinna í skólanum og er því afar mikilvægt að fulltrúi frá hverju barni mæti.

Fundirnir hefjast kl. 8:10 í umsjónarstofu barnsins og taka um eina kennslustund

Næstu fundir:

  • 1. bekkur - Mánudagur 28. nóvember
  • 9. bekkur - Þriðjudaginn 29. nóvember
  • 8. bekkur - Miðvikudaginn 30. nóvember
  • 5. bekkur - Fimmudaginn 1. desember
  • 6. bekkur - Föstudaginn 2. desember
  • 10. bekkur - Þriðjudaginn 6. desember
...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is