21.1.2022 : Í vikulokin – staðan í Öldutúnsskóla

Fyrstu tvær vikurnar í janúar voru þungar hvað varðar smit. Þessi þriðja vika janúarmánaðar hefur verið betri. Í vikunni voru staðfest fjögur smit sem þurftu smitrakningu innan skólans. Einnig var eitthvað um það að börn voru að greinast jákvæð í sóttkví. Frá áramótum hafa þá 49 nemendur greinst jákvæðir, 13 starfsmenn greinst jákvæðir, 164 nemendur hafa þurft í sóttkví, 10 starfsmenn farið í sóttkví og um 240 nemendur og 30 starfsmenn í smitgát.

Fimmtudaginn 20.01.2022 tóku gildi breyttar reglur um smitgát. Nú þurfa þeir sem eru í smitgát ekki að fara í hraðpróf á fyrsta og fjórða degi. Smitgát stendur nú yfir í 7 daga. Nemendur í smitgát geta vel mætt í skólann á meðan á smitgát stendur. Hér fyrir neðan er skilgreining á smitgát:
,,Leiði smitrakning í ljós að útsetning einstaklings hafi verið minni háttar er einstaklingi heimilt að viðhafa smitgát í stað sóttkvíar. Í því felst að næstu sjö daga frá útsetningu skal takmarka samneyti við viðkvæma einstaklinga og aðra eins og hægt er, gæta vel að persónubundnum sóttvörnum og fara þegar í stað í PCR sýnatöku ef einkenni koma fram."

Þrátt fyrir þennan fjölda í samfélaginu og í Öldutúnsskóla hefur okkur tekist að halda úti hefðbundnu skólastarfi svona að mestu leyti. Vissulega hafa fjölmörg börn misst úr vegna sóttkvíar og einangrunar. Einnig hafa einhverjir tímar á unglingastigi fallið niður vegna forfalla. Andinn í skólanum er góður. Börnin eru róleg og fara vel eftir þeim sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi. Starfsmenn takast á við verkefnið af fagmennsku og yfirvegun.
Við í Öldutúnsskóla þökkum foreldrum fyrir stuðninginn í þessu verkefni.

Starfsmenn og nemendur Öldutúnsskóla senda hlýjar kveðjur til þeirra sem eru í sóttkví eða einangrun.

...meira

19.1.2022 : Lestur er lífsins leikur

Krakkarnir í 1. bekk hafa í vetur komið í sögustundir á bókasafnið okkar í hverri viku. Þá les Þóra fyrir þau og síðan er kíkt í bækur í rólegheitum.  Í þessari viku fengu nemendur síðan að velja sér bók til að hafa í stofunni sem þau munu síðan glugga í þegar tími er fyrir yndislestur.  

Ýtið á meira til að sjá fleiri myndir af flottum lestrarhestum.

...meira

19.1.2022 : Skipulagsdagur 24. janúar

Mánudaginn 24. janúar er skipulagsdagur í Öldutúnsskóla. Þann dag er ekki skóli hjá nemendum. Selið er opið fyrir þá nemendur sem eru skráðir þennan skipulagsdag. Hefðbundin opnun verður í félagsmiðstöð þennan dag.

Nemendur mæta svo aftur í skólann skv. stundaskrá þriðjudaginn 25. janúar.

...meira

14.1.2022 : Sóttvarnir og staðan í Öldutúnsskóla

Eins og kynnt var á fundi í hádeginu þá eru óbreyttar sóttvarnareglur í skólum. Við höldum því okkar striki. Meginreglurnar eru þær að 50 nemendur geta verið í sama rými, 20 starfsmenn geta verið í sama rými, grímuskylda á starfsmenn í opnum rýmum og ef ekki tekst að viðhafa 2 metrum frá öðru starfsfólki og nemendum, nemendur eru undanþegnir fjöldatakmörkunum á göngum og í frímínútum. Búið er að opna matsalinn og skipta honum í þrjú hólf. Spritt er aðgengilegt í öllum rýmum skólans o.fl.

Reglurnar gilda til 2. febrúar nk.

Staðan í Öldutúnsskóla í dag

Róðurinn hefur aðeins þyngst þessa viku en þó hefur okkur tekist að halda úti nokkuð eðlilegu skólastarfi.

Staðfest Covid-19 smit frá lok des. 2021.

  • 27 nemendur (Samtals 53 frá ágúst).
  • 12 starfsmenn (Samtals 13 frá ágúst).

Sóttkví í janúar.

  • 132 nemendur (Samtals 154 frá ágúst).
  • 7 starfsmenn (Samtals 8 frá ágúst).

Auk þess hafa rúmlega 200 nemendur og 25 starfsmenn þurft að fara í smitgát.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is