25.11.2020 : Hnattræn hlýnun

Krakkarnir í 4.L eru búin að vera að læra og ræða um hnattræna hlýnun. Afhverju á hún sér stað, hvað gerist og hvað er að valda því að jörðin okkar er að hlýna svona mikið. Hvað er það sem veldur þessum loftlagsbreytingum? Þau ræddu um áhrifavaldana eins og mengun, rusl, kjötneyslu, rafmagn, stórar verksmiðjur og margt fleira. Þau gerðu hópverkefni út frá spurningunni "Hvað getum við gert til að minnka mengun og draga úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar?"

...meira

24.11.2020 : Grein frá Ungmennaráði heimsmarkmiðanna

Formaður í stjórn nemendafélags Öldutúnsskóla, Pétur Már Jónasson, skrifar ásamt félögum sínum í Ungmennaráði heimsmarkmiðanna afar áhugaverða grein sem birtist á Vísi á dögunum. Greinin er skrifuð í tilefni af degi mannréttinda barna 20. nóvember. Dagurinn var haldinn til heiðurs undirritunar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á allsherjaþingi SÞ þennan dag árið 1989.

Í greininni segir m.a.:

,,Síðan sáttmálinn var samþykktur árið 1989 hefur miklum árangri verið náð í málum réttinda barna, og tilvalið dæmi um þetta er að við, sem skrifum þessa grein, erum í Ungmennaráði heimsmarkmiðanna. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum ungmennaráðum á Íslandi, sem eru samkvæmt okkar rannsóknum 295 talsins. Þessi ráð eru kjörinn vettvangur til að börn fái að tjá sig um mál sem þau varða. Hins vegar er enn margt sem hægt er að bæta svo sem það sem er tekið fram í 2. grein sáttmálans sem segir að öll börn, óháð kyni, litarhætti, trúar og öðrum persónulegum sérkennum, eigi að njóta réttinda Barnasáttmálans. Þrátt fyrir að Ísland sé að standa sig vel, þurfum við líka að vera meðvituð um það sem er að gerast í öðrum löndum varðandi réttindi barna. Með því að halda góðu starfi gangandi hér á Íslandi getum við veitt öðrum löndum innblástur til að vinna að bjartri framtíð barna um allan heim.“

Hér má nálgast greinina.

...meira

23.11.2020 : Lesa og borða

Undanfarnar tvær vikur hafa nemendur ekki fengið að koma á bókasafnið eða matsalinn. Frá og með deginum í dag fara nemendur í yngri- og miðdeild eftir kennsluhólfum í matsalinn og borða þar. Nemendur í unglingadeild borða í stofunum sínum en sækja sér matinn fram á gang. Í þessari viku fá svo kennsluhólfin að koma á bókasafnið, eitt hólf í einu og ýtrustu sóttvarnir hafðar í heiðri bæði í matsal, á safni og í skólanum öllum.

...meira

23.11.2020 : Fjarheimsókn

Rithöfundurinn og skáldið Gerður Kristný gaf sér tíma í síðustu viku að spjalla við nemendur og kennara í námsveri unglingadeildar með aðstoð tækninnar. Nemendur og ekki síður kennarar höfðu gaman af og fengu þau að spyrja hana spurninga sem og las hún fyrir þau ljóð sem heitir „Safamýri" og er úr ljóðabók hennar sem nefnist Strandir. Dagana áður höfðu þau kynnt sér verk Gerðar og gluggað bæði í unglingabækur og ljóðabækur hennar.Vegna tæknilegrar erfiðleika hennar megin gátum þau því miður ekki séð hana en hún sá þau og spjallaði við þau lengi vel.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is