25.11.2022 : Rithöfundar í heimsókn

Gunnar Helgason og Ævar vísindamaður komu til okkar í vikunni og lásu upp úr bókum sínum. Gunnar Helgason fyrir nemendur á miðstigi og Ævar vísindamaður fyrir nemendur í unglingadeild.

...meira

24.11.2022 : Líðanfundir

Þessar vikurnar eru líðanfundir í Öldutúnsskóla. Foreldrar eru boðaðir til morgunfundar ásamt öðrum foreldrum úr bekknum/árganginum.

Markmiðið með þessum fundum eru meðal annars að:

  • efla samstarf heimila og skóla
  • styrkja tengsl meðal foreldra
  • ræða líðan og félagslega stöðu barnanna

Á fundunum sitja foreldrar í hring eins og nemendur gera á bekkjarfundum og hver og einn fær tækifæri til að tjá sig og hlusta á hina.


Þetta er vettvangur fyrir foreldra til að hittast og ræða í einlægni við aðra foreldra um líðan barna sinna í skólanum og er því afar mikilvægt að fulltrúi frá hverju barni mæti.

Fundirnir hefjast kl. 8:10 í umsjónarstofu barnsins og taka um eina kennslustund

Næstu fundir:

  • 1. bekkur - Mánudagur 28. nóvember
  • 9. bekkur - Þriðjudaginn 29. nóvember
  • 8. bekkur - Miðvikudaginn 30. nóvember
  • 5. bekkur - Fimmudaginn 1. desember
  • 6. bekkur - Föstudaginn 2. desember
  • 10. bekkur - Þriðjudaginn 6. desember
...meira

24.11.2022 : Jólaföndur foreldrafélagsins

Hið árlega jólaföndur foreldrafélagsins verður sunnudaginn 27. nóvember frá 11:00 – 13:00. Jólaföndur verður selt á kostnaðarverði á staðnum. Koma með pening, enginn posi á staðnum.

Boðið verður uppá heitt kakó og piparkökur.

Allir velkomnir.

Hlökkum til að eiga með ykkur notalega jólastund.

Stjórn foreldrafélagsins.

...meira

23.11.2022 : Slökkviliðið í heimsókn

Í gær kom slökkviliðið í heimsókn til krakkanna í 3. bekk. Þau fengu fræðslu um eldvarnir og starf slökkviliðsmanna. Í lokin fengu krakkarnir að skoða slökkviliðsbílinn og ýmsan búnað sem notaður er í starfi slökkviliðsins.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is