23.9.2021 : Nemendaráð Öldutúnsskóla

Við kynnum til leiks nemendaráð Öldutúnsskóla skólaárið 2021-2022. Nemendaráðið samanstendur af nemendum úr öllum árgöngum unglingadeildar.

...meira

23.9.2021 : Breytt fyrirkomulag námssamtala

Síðustu ár hafa verið tveir námssamtalsdagar í Öldutúnsskóla. Einn á haustönn og annar á vorönn. Í ár verður sú breyting að það verður ekki sérstakur samtalsdagur að hausti. Foreldrar og nemendur eru boðaðir í námssamtöl til umsjónarkennarar á tímabilinu 13.09. – 29.10.2021. Í þessum námssamtölum er farið yfir námslega framvindu, líðan nemenda í skólanum og fleira. Samtölin geta verið ýmist í skólanum eða rafræn. Umsjónarkennarar senda nánari upplýsingar um samtölin til foreldra.

Á vorönn verður hefðbundinn námssamtalsdagur.

...meira

21.9.2021 : Appelsínugul veðurviðvörun

Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi frá kl. 13:30 - 17:00 í dag þriðjudaginn 21. september 2021. Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi. Rétt er að hafa í huga að oft getur verið hvasst í efri byggðum.


Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Veðurstofu

Nánari upplýsingar á heimasíðu Hafnarfjarðar

Leiðbeiningar fyrir foreldra og forráðamenn varðandi röskun á skólastarfi

...meira

20.9.2021 : Skipulagsdagur 24. september

Föstudaginn 24. september er skipulagsdagur. Þann dag er ekki skóli hjá nemendum.

Frístundaheimilið Selið er opið fyrir þau börn sem eru skráð. Skráningu lauk á föstudaginn í síðustu viku.

...meira

Fréttasafn


Áherslur í skólastarfi

Grænfáninn

Öldutúnsskóli er skóli á grænni grein  en það er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

...meira

Olweusar-áætlunin gegn einelti

Ölutúnsskóli vinnur samkvæmt verkferlum Olweusaráætlunar gegn einelti. Sjá nánar hér.

...meira

SMT skólafærni

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni.

...meira

Fleiri tilkynningar


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is