Kórastarf

Skólaárið 2019-2020

Kór Öldutúnsskóla var stofnaður 22. nóvember 1965 og er elsti starfandi grunnskólakór landsins. Kórinn og skólinn eru bundnir órjúfanlegum böndum í sögulegum skilningi. Þúsundir hafnfirskra barna hafa notið leiðsagnar í söng og tónlistarflutning undir stjórn Egils Friðleifssonar og síðar Brynhildar Auðbjargardóttur. Kórinn hefur ferðast um allan heim, tekið þátt í kórakeppnum, kóramóturm og haldið tónleika bæði einn sér og með öðrum listamönnum. Hann hefur einnig sungið inn á fjölda geisladiska. Kórinn hélt upp á fimmtíu ára afmælið sitt sl. fyrir þremur árum með pompi og prakt. Af því tilefni gaf skólinn út veglegt afmælistímarit þar sem saga kórsins er sýnd í máli og myndum, sjá hér.

Hér eru myndir frá afmælisveislu kórsins

Allir krakkar í 3. – 10. bekk eru velkomnir í kórinn.

Litli kór (3. – 4.bekkur) æfir fimmtudögum í tónmenntastofunni kl.13:30 – 14:10
Fyrsta æfing verður fimmtudaginn 5. september. Það er nóg að krakkarnir mæti bara á æfinguna, það þarf ekki að skrá þau sérstaklega fyrirfram. Litli kór tekur þátt í Syngjandi jólum í desember, jólatónleikum kóranna (þegar þeir eru) og Barnakóramóti Hafnarfjarðar í mars. Sl. vetur tók hann einnig þátt í stórtónleikum með Pollapönki. Litli kór heldur náttfatatónleika í mars eða apríl og gistir í skólanum á eftir. Öðru hverju er svo“Kórkaffi Brynhildar“ á kóræfingatíma þar sem söngvurum verður boðið upp á léttar veitingar.

Stóri kór (5. – 10. bekkur) æfir tvisvar í viku:

 • Mánudögum kl. 14:50 – 16:50.
 • Miðvikudögum kl. 14:30 – 16:30.

Þetta er hluti að vali skólans. Nemanda er ekki heimilt að velja aðra valgrein sem er á sama tíma og kóræfingar ef viðkomandi ætlar að vera í kórnum.

Fyrsta æfing verður mánudaginn 10. september í tónmenntastofunni í Öldutúnsskóla. Æfingar eftir það verða í Flensborgarskóla (gengið inn úr portinu sem snýr að hamrinum).
Ég hvet alla sem hafa áhuga að koma í kór. Á dagskrá vetrarins er margt spennandi. Í deiglunni er að fara aftur í samstarf með Pollapönki og Lúðrasveit Hafnarfjarðar og þá norðan heiða, það er þó ekki staðfest. Kórinn mun halda tónleika, annað hvort fyrir jól eða á vormánuðum, taka þátt í Barnakóramóti Hafnarfjarðar og fara á kóramót í Svíþjóð 15. – 19. Júní.

Að vera í Kór Öldutúnsskóla er val. Þeir sem velja að vera með þurfa að stunda æfingarnar vel. Það þarf maður að sjálfsögðu að gera í öllu sem maður vill ná árangri í. Það sem krakkarnir fá í staðinn er eftirfarandi:

 • Góða söngrödd (þar sem þau þjálfa undirstöðuatriði í raddbeytingu).
 • Gott tóneyra (því að þau fá þjálfun í að hlusta vel bæði á sjálfan sig og aðra í kórsöngnum).
 • Reynslu af ólíkri tegund tónlistar.
 • Þjálfun í nótnalestri (stóri kór).
 • Mynda vinabönd og styrkja þau.
 • Fara á kórmót, æfingabúðir og söngferðir utanlands- og innan.
 • Syngja á tónleikum.
 • Koma fram með öðrum tónlistarmönnum og taka þátt í fjölbreyttum verkefnum.
 • Syngja inn á geisladiska eða í útvarpi/sjónvarpi (reglulega þó ekki endilega á hverju ári).

Verið velkomin! Ef þið hafið einhverjar spurningar hafið samband við kórstjórann Brynhildi Auðbjargardótturbrynhildur.audbjargardottir@oldutunsskoli.is


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is