Vorhátíð foreldrafélags Öldutúnsskóla 17. maí

13.5.2019

Föstudaginn 17. maí verður Vorhátíð foreldrafélags Öldutúnsskóla haldin með pompi og prakt !
Hátíðin byrjar með víðavangshlaupi kl. 16:30 og stendur til 18:30
Venju samkvæmt verður mikið um að vera, andlitsmálning, skemmtiatriði, töframaður, veltibíll, umhverfishorn, hoppukastalar, þrautabraut ofl.

Svo má alls ekki gleyma ýmiskonar fjáröflun á vegum nemenda í formi sölu veitinga. Minnum þess vegna á að koma með gamla góða reiðuféð með sér þar sem engin posi er á staðnum.

Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest!

Stjórn foreldrafélags Öldutúnsskóla


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is