Vorferð í Valaból

31.5.2018

Í gær fóru krakkarnir í 4.bekk í vorferð og að sjálfsögðu fengu þau blíðskapar veður í ferðinni. Í allan vetur hafa þau farið út úr húsi einu sinni í viku og oft í langa göngutúra. Farið var með rútu að Helgafelli og þaðan gengið yfir í Valaból þar sem þau fengu sér nesti. Frá Valabóli var gengið yfir að Helgafelli og þar borðuðu þau hádegismatinn sinn. Ferðin tók um 4 klukkutíma og í lokin mátti sjá smá þreytu hjá krökkunum sem stóðu sig öll rosalega vel.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is