Vistkerfi

10.10.2017

Í náttúrufræði hjá 10. bekk hefur viðfangsefnið vistfræði verið til umfjöllunar. Í kjölfarið settu nemendur upp lokað vistkerfi sem inniheldur gúbbífiska, snigla, orma, fræ, plöntur, mold og möl. 
Mikil ánægja er með verkefnið og tókst nemendum að vinna vel saman en hvor bekkur um sig hefur umsjón með tveimur vistkerfum. Í kjölfarið vinna nemendur verkefni og fylgjast með framvindu allra þátta sem hafa áhrif, bæði lífrænna (fiskar, sniglar, lauf, fræ...) og ólífrænna (vatn, mold, möl, sólarljós...). 
Á næstu viku ættum við að sjá þörunga myndast neðst í vatninu og spírur frá fræjum efst. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is