Vísindasmiðja

21.11.2018

Háskólinn í Reykjavík undir vörumerki Skema býður skólum á höfuðborgarsvæðinu upp á 1,5 klst tæknismiðju fyrir nemendur í 5.bekk. Verkefnið er samvinnuverkefni milli HR og Tækniskólans þar sem þjálfarar á tæknismiðjunum verða þjálfarar Skema ásamt nemendum í Tækniskólanum. 
Með verkefninu vill Háskólinn í Reykjavík leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á tæknimenntun á öllum skólastigum bæði fyrir nemendur og kennara. Sækja þurfti um til að komast að í tæknismiðjuna og sóttu 23 skólar um og var 15 skólum af þeim úthlutaður tæknistuðningurinn.
Við vorum svo heppin að fá úthlutun fyrir 5. J og fengum við heimsókn frá Skema þriðjudaginn 20. nóvember. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is