Vinavika

1.11.2019

Í næstu viku verður vinavika í Öldutúnsskóla. Þá verður mikið um uppbrot í skólanum og nemendur vinna fjölbreytt verkefni tengd samskiptum.

Á mánudag, fimmtudag og föstudag verða nemendur í skólanum samkvæmt stundatöflu.

Á þriðjudag og miðvikudag 5. og 6. nóvember verða Vinaleikar. Þá fara nemendur í hópum á milli stöðva að vinna ýmis verkefni. Nemendur í 9. og 10.bekk eru fyrirliðar og munu passa upp á sína hópa. Þessa daga þurfa nemendur að koma með nestið sitt í litlum bakpoka en þurfa ekki skólatösku. Skóla lýkur 12:30 báða dagana en Selið er auðvitað opið fyrir þá sem er þar skráðir.

Föstudagurinn er grænn dagur, sbr. græni karlinn í eineltishringnum og hvetjum við nemendur til að mæta í einhverju grænu. Einnig verður sameiginlegur samsöngur í miðrými.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is