Vinavika

30.10.2018

Vikuna 5. - 8. nóvember er vinavika í Öldutúnsskóla. Þá vinna nemendur fjölbreytt verkefni og fara í leiki sem þjálfa samskipti. Á bekkjarfundum allra hópa verður rætt um og unnið með orð sem særa, hvernig við setjum mörk og hvernig við tökum mörkum annnarra.

Þriðjudag og miðvikudag eru vinaleikar. Þá er öllum nemendum  skólans skipt í hópa þvert á aldur, nemendur í 1.-10. bekk saman í hóp. Börnin fara á 40 stöðvar þar sem fjölbreytt verkefni eða þrautir eru lagðar fyrir á hverjum stað, t.d. dans, föndur, púsl, pílukast, skutlur, slökun, barnasáttmálinn og tilraunir.

Fimmtudagurinn 8. nóvember er baráttudagur gegn einelti. Þá hvetjum við alla til að vera í eða með eitthvað grænt til að minna okkur á græna kallinn í eineltishringnum. Þennan dag koma allir nemendur og starfsfólk skólans saman í miðrými og syngja saman vinaleg lög. Eftir samsöng er farið út á skólalóð og mynduð er keðja utan um skólann, hann faðmaður. Það er táknrænn endir á vinaviku Öldutúnsskóla.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is