Vinaleikar

7.11.2019

Í tilefni vinaviku í grunnskólum Hafnarfjarðar var blásið til vinaleika hér í Öldutúnsskóla. Öllum nemendum skólans var skipt í 40 hópa, þvert á árganga. Yngri og eldri nemendur saman. Hóparnir fóru saman á stöðvar og voru í 8 mínútur á hverri stöð. Verkefnin voru mjög fjölbreytt. Nemendur fóru m.a. í nudd, slökun, spiluðu ólsen ólsen, lúdó og yatzy, lærðu á klukku og að reima skó, fóru í pókó og snú snú, tetris, glímdu við ýmsar þrautir, fundu samheiti á íslensku og dönsku, gerðu laufblöð á vinatré og margt margt fleira.

Vinaleikarnir gengu afskaplega vel þar sem samkennd og vinátta var við völd.

Hér eru fleiri myndir


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is