Vinabekkir hittast

7.11.2018

Þessi vika er vinavika í grunnskólum Hafnarfjarðar. Þá vinna nemendur fjölbreytt verkefni og fara í leiki sem þjálfa samskipti. Á bekkjarfundum allra hópa verður rætt um og unnið með orð sem særa, hvernig við setjum mörk og hvernig við tökum mörkum annnarra.

Í byrjun vikurnar hittust 1. og 6. bekkur og tóku nokkur spil saman.  Þessir árgangar eru vinabekkir og var mikil spenna hjá þeim að hittast í fyrsta skiptið.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is