Vetrarfrí grunnskóla | Winter Break in Hafnarfjörður | Ferie Zimowe w Hafnarfjörður

19.10.2018

Vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar og Tónlistarskóla verður dagana 22. og 23. október. Af því tilefni verður fjölbreytt og frí dagskrá í boði hjá Hafnarborg, Bókasafn Hafnarfjarðar og Byggðasafn Hafnarfjarðar auk þess sem það verður FRÍTT í sund í Sundhöll og Suðurbæjarlaug (Ásvallalaug verður lokuð vegna viðgerða). 
Við erum að tala um listasmiðjur, föndur, sögustund, bíó, ratleik og fleira skemmtilegt. Vetrarfrísgleði fyrir alla fjölskylduna hefst um helgina!


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is