Vel heppnuð námssamtöl

6.2.2019

Nemendur mættu ásamt foreldrum sínum í samtal til umsjónarkennara þriðjudaginn 5. febrúar. Í samtalinu er rætt um námslega stöðu, líðan og félagslega stöðu nemenda. Námssamtöl eru einn af hornsteinum farsæls skólastarf og skiptir miklu máli að foreldrar og nemendur séu virkir á meðan á samtalinu stendur. Við erum svo heppin að hér í Öldutúnsskóla eru eingöngu virkir og frábærir nemendur og öflugir foreldrar. Samtölin gengu því afar vel.

Aðrir starfsmenn voru einnig til samtals og voru fjölmargir sem nýttu sér það.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is