Varðliðar umhverfisins

21.5.2019

Í desember síðastliðnum unnu nemendur í 10. bekk verkefni um náttúruvernd. Markmið með verkefnunum var að nemendur kynntu sér náttúruvernd og byggju til einhverskonar fræðslu sem hentaði yngri krökkum. Verkefnin voru fjölbreytt enda máttu nemendur skila þeim á því formi sem þeim hentaði.

Valin verkefni voru svo send í verkefnasamkeppni umhverfis- og auðlindarráðuneytisins sem kallaðist Varðliðar umhverfisins. Verkefnin sem voru send í samkeppnina voru barnabók, teiknimyndasögur, lag um náttúruvernd og myndband.

10. bekkur Öldutúnsskóla fékk viðurkenningu fyrir þátttöku sína í verkefnasamkeppninni. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is