Útskrift

8.6.2018

Útskrift nemenda í 10. bekk fór fram í Hamarsal Flensborgarskólans fimmtudaginn 7. júní. Fjölmargir gestir mættu með nemendum á athöfnina. Á athöfninni var skólastjóri með ávarp, kórinn okkar söng nokkur lög, formaður nemendafélagsins var með ávarp og fulltrúi nemenda var með tónlistaratriði. Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur. Fulltrúi Rotary mætti á athöfnina og veitti Álfheiði Dís Stefánsdóttur viðurkenningu fyrir besta heildarárangur útskriftarnema.

Að lokinni athöfn í Flensborg var nemendum og gestum boðið til kaffisamsætis í Öldutúnsskóla.

Starfsmenn og nemendur Öldutúnsskóla óska útskriftarnemum hjartanlega til hamingju með þennan áfanga og óskum þeim velfarnaðar í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is