Útiskóli

26.5.2020

Í allan vetur hafa nemendur í 2. bekk farið í útikennslu einu sinni í viku. Farið hefur verið á svæði í næsta nágrenni við skólann og hafa allir haft mjög gaman af þessum ferðum.

Í síðasta útikennslutímanum á þessu skólaári fór hópurinn með rútu að Hvaleyrarvatni og skemmti sér vel í góðu veðri.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is