Umhverfisdagur Öldutúnsskóla

21.5.2020

Undanfarin ár höfum við varið umhvefisdeginum í að hreinsa skólahverfið okkar og verið afar stolt af því verkefni. En þar sem Hafnarfjarðarbæ hefur verið með mikið átak í ,,plokki“ var ákveðið að breyta til í ár.

Allir nemendur og starfsfólk fóru út í dag. Hver árgangur heimsótti ákveðið svæði innan bæjarins. Til dæmis fóru nemendur í 1. bekk að leika á fótboltavellinum í Setbergi, 2. bekkur fór niður að Læk, 3. bekkur á Ásfjallið, 6. bekkur í Hellisgerði svo eitthvað sé talið upp. Nemendur fóru í ýmsa leiki eða unnu verkefni á svæðunum.

Þegar komið var til baka upp í skóla stóðu nemendur í 10. bekk við grillin og grilluðu pylsur fyrir mannskapinn.

Þetta var í alla staði vel lukkaður dagur.

Hér eru fleiri myndir


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is