Umhverfisdagur

19.5.2020

Á morgun, miðvikudaginn 20. maí er umhverfisdagur Öldutúnsskóla. Undanfarin ár höfum við tekið til í hverfinu, en að þessu sinni ætlum við að heimsækja ýmis útivistarsvæði Hafnarfjarðar. Á milli kl. 8:10 og 11:00 verða börnin um allan bæ í leik og starfi. Þegar komið er til baka taka nemendur í 10. bekk á móti þeim með pylsur á grilli. Skólastarfi lýkur upp úr kl. 11:30. Selið tekur þá á móti börnum sem eru skráð.

Mikilvægt er að nemendur komi klæddir samkvæmt veðri. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is