Tilnefningar til hvatningarverðlauna foreldraráðs

10.4.2019

Eineltisteymi Öldutúnsskóla og Kór Öldutúnsskóla voru tilnefnd til hvatningarverðlauna foreldraráðs Hafnarfjarðar. Hvatningarverðlaunin voru afhend í Hásölum þriðjudaginn 9. apríl.

Í rökstuðningi með tilnefningum kom eftirfarandi fram um líðanfundi sem fulltrúar í eineltisráði stýra:

,,Foreldrar allra nemenda í skólanum eru boðaðir á fund og þar gefst okkur foreldrum tækifæri til að ræða um barnið okkar, líðan og einnig að kynnast öðrum foreldrum. Að vori eru svo aftur haldnir líðanfundir í framhaldi af niðurstöðum eineltiskönnunar. Þá er rætt um einelti, líðan og félagslega stöðu. Frábærir fundir og góð tenging við heimilin."

Um Kór Öldutúnsskóla og Brynhildi sem honum stýrir var eftirfarandi rökstuðningur:

,,Brynhildur leggur sál og líkama í mikilvægt tónlistar- og menningarstarf nemenda í Öldutúnsskóla. Hún eyðir meira og og minni eigin frítíma í að búa til gleðilegar stundir, minningar og tækifæri fyrir nemendur. Frábært og óeigingjarnt starf í þágu kórbarna Öldutúnsskóla. Metnaður, jákvæður agi, og virkilega öflugt starf sem skilar sér til barnanna á svo marga vegu."

Erum ákaflega stolt af þessum tilnefningum.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is