Til hamingju með afmælið Beethoven

11.9.2020

Kór Öldutúnsskóla hóf hauststarfið með miklum eldmóð að þessu sinni sem endaði með þátttöku á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu þann 10. september. Tónleikarnir báru yfirskriftina "Til hamingju með afmælið Beethoven", en 250 ár eru liðin frá fæðingu hans. Krakkarnir eyddu morgunstundum í síðustu viku að mestu í Hörpu við æfingar. Tónleikarnir voru sýndir á RÚV að kvöldi afmælisdags tónskáldsins. Krakkarnir tóku þátt í söng fleiri hundruði barna (þrír aðrir kórar) í Gleðisöngnum úr síðustu sinfóníu Beethovens (Óðinum til gleðinnar). Kórbörnin stóðu sig með miklum sóma og var söngurinn íðilfagur og framkoma til fyrirmyndar.

Skólinn er stoltur af kórnum sínum.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is