Þjónusta við samfélagið

14.12.2018

Öldutúnsskóli hefur ákveðið að taka upp nýjan jólasið.  Í staðinn fyrir að koma með jólapakka á jólaskemmtanir er óskað eftir að nemendur/starfsfólk komi með lokað umslag með frjálsu peningaframlagi sem afhent verður Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar.

Nemendur afhenda umsjónarkennara sínum umslagið eða koma með það á skrifstofu skólans í síðasta lagi miðvikudaginn 19. desember. Þessi nýi siður okkar tengist einkunnarorðum skólans Virðing Virkni Vellíðan. Fjármunum verður síðan safnað saman og afhentir formlega þann 20. desember.

Nemendur í 3. bekk taka þátt í öðru samfélagslegu verkefni en þau eru að styrkja að þessu sinni SOS barnaþorp.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is