Þemadagar

4.4.2019

Í næstu viku eru þemadagar í Öldutúnsskóla, miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Þá er skólastarfið brotið upp á margvíslegan hátt. Skóli á grænni grein er yfirheiti þemadagana. Nemendum verður skipt í hópa þvert á árganga og vinna fjölbreytt verkefni tengd þemanu. Skóli verður frá 08.10-13.00 miðvikudag og fimmtudag en til 11:00 á föstudag. Sund og íþróttir falla niður miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Nánari upplýsingar um skipulag kemur frá umsjónarkennurum.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is