Sumarlestur

12.6.2018

Við viljum minna foreldra á mikilvægi þess að halda lestri að börnunum í sumar. Lestrarfærni barna getur farið aftur eftir lengri frí ef þau þjálfa sig ekki. Þetta sjáum við ef við berum saman niðurstöður læsisskimana í maí og svo aftur í september. Til að koma í veg fyrir þetta þurfa börnin að lesa a.m.k. þrisvar í viku í sumarfríinu.

Við hvetjum alla foreldra til að huga að því að lestrarblómin fái áfram næringu í sumarfríinu þannig að þau geti haldið áfram að vaxa og dafna. Nýtið ykkur frábæra þjónustu bókasafns Hafnarfjarðar ef ykkur skortir lesefni. Einnig er þar á dagskrá ,,sumarlestur“ sem við hvetjum ykkur til að nýta. Komum þeim boðum til barnanna að það sé gaman að lesa skemmtilegar bækur og lestrarstundir séu góðar til samveru.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is