Stóra upplestrarkeppnin

9.3.2020

Á fimmtudaginn í síðustu viku kepptu níu nemendur úr 7. bekk um að komast á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði en keppnin verður haldin í Hafnaborg þann 17. mars.

Allir keppendurnir stóðu sig með afbrigðum vel en dómarar völdu þær Áróru Gunnvöru Þórðardóttur og Steineyju Lilju Einarsdóttur til að verða fulltrúar skólans og Marek Ara Baeumer sem varamann.

Við óskum sigurvegurum og öllum keppendum til hamingju.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is