Stefnumót við jólabækurnar

18.12.2018

Núna í desember hefur Þóra á bókasafninu boðið nemendum skólans á stefnumót við jólabækurnar. Nemendur koma þá með umsjónarkennara sínum á safnið og fá tækifæri til að skoða þær bækur sem hafa verið keyptar á safnið á síðustu dögum. Eitt af mörgum hlutverkum skólasafnsins er að vekja áhuga og ánægju nemenda á lestri. Þessi stefnumót er liður í því að kynna nýútkomnar bækur fyrir nemendum og leyfa þeim að sjá að við leggjum okkur fram við að eiga safnefni sem vekur áhuga þeirra. Eftir áramót verður svo mögulegt að fá þessar bækur að láni.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is