Stærðfræði í lífi og leik

11.3.2020

Dagur stærðfræðinnar er haldinn árlega í mörgum skólum landsins fyrsta föstudag í febrúar. Í Öldutúnsskóla þurftum við að færa daginn til og hann var því haldinn hátíðlegur föstudaginn 28. febrúar s.l. Tíu stöðvum var komið upp víðsvegar um skólann og þeyttust nemendur á milli stöðvanna þann daginn og unnu ýmiskonar stærðfræðiverkefni og þrautir.

Unglingarnir hafa annars á undangengnum vikum verið að fást við rúmfræðina. Það er alltaf skemmtilegt þegar við getum lagt upp með óhefðbundin og hlutbundin verkefni. Í febrúar fengu nemendur í 9. bekk það verkefni að reikna rúmmál og yfirborðsflatarmál kókosbollu. Ekki leiðinlegt kókosbollupartý að því verkefni loknu.

Einnig var gaman að sjá metnaðinn sem sumir nemendur lögðu í heimaverkefni sem fólst í því að hanna öskjur. Flottar öskjur sem nemendur skiluðu ásamt útreikningum á rúmmáli og yfirborðsflatarmáli.  


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is