Söngkeppni Hafnarfjarðar

28.1.2019

Söngkeppni Hafnarfjarðar fór fram í Bæjarbíó 23. janúar.  Söngkeppnin er liður í að velja atriði sem keppir fyrir hönd Hafnarfjarðar í Söngkeppni Samfés og voru 13 atriði sem tóku þátt.  Keppnin var glæsileg að vanda og keppendur stóðu sig með sóma.  Unnur Elín í 9. bekk tók þátt fyrir hönd Öldunnar með lagið Titanium. 

Unnur gerði sér lítið fyrir og vann keppnina og verður því annað af tveimur atriðum sem keppa í Söngkeppni Samfés 23. mars n.k.  Þetta verður í annað skiptið sem Unnur er fulltrúi Hafnarfjarðar og þriðja árið í röð þar sem Aldan á fulltrúa í keppninni.  Við erum auðvitað yfir okkur stolt af henni og hlökkum til að fylgjast með henni í Söngkeppni Samfés.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is