Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar

16.1.2020

Þær Áróra Eyberg Valdimarsdóttir og Arndís Dóra Ólafsdóttir í 8. bekk tóku þátt í Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar sem fór fram í Bæjarbíóinu miðvikudaginn 15. janúar.

Þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu keppnina og fara því áfram á söngkeppni Samfés sem haldin verður í Laugardalshöll 21. mars næstkomandi.

Áróra Eyberg og Arndís Dóra hafa sungið með kór Öldutúnsskóla í mörg ár.

Við óskum þessum hæfileikaríku stúlkum innilega til hamingju með árangurinn.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is