Sögustund í rökkrinu

16.11.2018

Í þessari viku hefur Þóra á bókasafninu boðið nemendum uppá lestrarstund í rökkrinu við kertaljós. Tilefnið er Norræn bókmenntavika sem hefur í yfir 20 ár verið menningarverkefni sem stefnir að því að miðla lestrargleði, bókmenntum og norrænni frásagnarhefð þvert yfir landamæri. Það sem hófst árið 1995 sem metnaðarfull hugmynd, hefur gegnum árin orðið að árlegum viðburði með um það bil 165 þúsund þátttakendum, ungum sem fullorðnum.

Grunnhugmyndin, sem verkefnið byggir á, er sú að  þegar sem dimmast er á Norðurlöndunum kveikjum við á kerti og komum saman til að lesa og hlusta á sögur úr bókmenntaheiminum.

Í ár er lesið uppúr bókinni Handbók fyrir ofurhetjur eftir sænsku höfundana Elias og Agnes Våhlund, þar hittum við Lísu sem er lögð í einelti af skólabræðrum sínum.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is