SMT 100 miða stjörnustund

13.11.2018

Síðustu vikuna í október og fyrstu vikuna í nóvember var 100 miða leikurinn í gangi. Um er að ræða leik sem er hluti af SMT kerfinu okkar. Leikurinn gengur út á það að það eru 100 bingó stjörnur í umferð. Þeir nemendur sem eru svo heppnir að fá bingó stjörnu fara með hana til ritara og draga númer frá 1 og upp í 100. Í lok leiksins voru 10 heppnir nemendur dregnir út og fengu þeir sérstaka SMT 100 miða stjörnustund með skólastjóra. Þessir heppnu nemendur mættu í heimilisfræðistofuna í morgun og bökuðu pizzu.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is